Togarinn Pamela

18. janúar 1915 strandaði breski togarinn Pamela frá Hull skammt frá landi við krossadal í Tálknafirði. Skipið hafði legið fyrir ankerum á firðinum áður en það rak upp. Veður var vont og brim við ströndina. Áhöfninni 12 mönnunum heppnaðist að komast í land kvöldið eftir að togarinn strandaði, en þá um nóttina herti enn veður og brim á strandstað og brotnaði þá togarinn svo mikið að sýnt þótti að honum yrði ekki bjargað. Skipbrotsmennirnir af Pamelu voru fluttir til Tálknafjarðar; þar komust þeir um borð í breska togarann Lord Lister er flutti þá utan. Hf Fiskveiðifélagið Græðir á Ísafirði keypti skipið á strandstað fyrir 4.000.- kr. Í mars sendi félagið mann vestur til Tálknafjarðar til að athuga með skipið og hvort gera mætti við skemmdir þess og koma því aftur á flot. Ekki varð sú raunin að skipinu yrði bjargað en mörg nýtileg verðmæti björguðust þó á land. Stýrishúsið náðist á land og var flutt til Ísafjarðar þar sem það stóð að húsabaki við Aðalstræti og var notað sem garðhýsi. Á stýrishúsinu var útskorin fjöl með nafni skipsins, "Pamela". Í blaðinu Vestra á Ísafirði birtist eftirfarandi auglýsing 4. júní 1917: Tilboð óskast, fyrir 15. júlí þ.árs í gufuvél "komplett", gufuketil, raflýsingarútbúnað og ýmislegt fleira sem bjargað var frá togaranum "Pamela". Munum þessum er vel við haldið og mjög laginn og umhyggjusamur "fagmaður" sá um björgun þeirra....Nokkru síðar var auglýstur aukafundur í hf Græði: Fundarefnið var: Tekin ákvörðun um sölu Pamelumunanna.

Tekin: 11.1.1915 | Bætt í albúm: 31.3.2013

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband