Leita í fréttum mbl.is

Hafísfréttir frá 1881

hafís 2

Árið 1881 lagði ísa norðan að öllu landinu á svæinu frá Látrabjargi, norður, austur og suður að Eyrarbakka.

Hafísinn hafði komið upp undir Norðurland í lok nóvembermánaðar árinu áður, og varð um jólin landfstur við Vestfirði norðan til og við Strandir, rak þar inn á hvern fjörð og voru hafþök fyrir utan.

Í fyrstu viku í janúarmánuði lónaði hafísinn frá fyrir norðan og rak út hroðann af Eyjafirði og öðrum fjörðum.

Að kvöldi hins 9. janúar sneri við blaðinu og gerði ofsa-lega norðanhríð um allt Norðurland og Vestfjörðu, en minna varð af því syðra og eystra; illviðri með hörkufrostum hjeldust fram í miðjan febrúar.

Með hríðum þessum rak hafísinn að landi og fylti firði og víkur og fraus víða saman við lagnaðarísa í eina hellu, því þá voru hin grimmustu frost.

Í lok janúarmánaðar var Eyjafjörður allur lagður út undir Hrísey og mátti aka og ríða eftir honum endilöngum; ísinn var síðar mældur á Akureyrarhöfn og var nærri þriggja álna þykkur.


mbl.is Hafís kominn að Hornbjargi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband