Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur sá við Halldóri Ásgrímssyni

steingrímur hermannsson

Í ævisögu Steingríms Hermannssonar sagði Steingrímur sér hafa verið það ljóst að af frumvarpinu til laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 myndi leiða byggðaröskun sem afleiðing af frjálsa framsalinu.

Var hann ákveðinn í að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu og tilkynnti Halldóri Ásgrímssyni þáverandi sjávarútvegsráðherra um það.

Halldór var óánægður með þessa afstöðu Steingríms. Halldór sagði að smærri plássin sem neyddust til þess að selja kvóta frá sér gætu einfaldlega keypt hann til baka þegar betur áraði!

Sagði Steingrímur að kvótakerfið væri nær alfarið smíð LÍÚ, en Halldóri var málið löngu runnið í merg og bein.

Tók Halldór málið persónulega og rauk út af fundi þar sem reynt var að fá hann til að fallast á tilslakanir í málinu.

Rétt fyrir þinglok náðist loksins að neyða Halldór til þess að fallast á breytingu sem Aþýðuflokkurinn setti fram, en án hennar hefði Halldóri og félögum hans í LÍÚ tekist að festa eignarrétt manna yfir aflaheimildum líkt og ætlunin var.

Breytingin fólst í að bætt var þriðja málsliðnum við 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sem hljómar svo:

Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“

 

Heimild fengin að láni hjá: Þórði Má Jónssyni.


mbl.is Mikilhæfur hugsjónamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hugsa að dómur sögunnar verði ágætur fyrir Steingrím.Gæti best trúað því.

Hörður Halldórsson, 1.2.2010 kl. 16:56

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Hörður ég er ekki í vafa um það.

Hann var frábær leiðtogi og stjórnmálamaður.

Svo var hann bara svo skemmtilegur persónuleiki og stál heiðarlegur.

Níels A. Ársælsson., 1.2.2010 kl. 17:00

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jahá, minnið er gloppótt Níels. Eru nú allir tilbúnir að gleyma grænu baununum? Steingrímur var breyskur maður og því miður þá var hann líka breyskur embættismaður og pólitíkus. En hann hefur sér örugglega málsbætur þótt óþarfi sé að setja hann á stall frekar en aðra stjórnmálamenn.  Hvíli hann í friði.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.2.2010 kl. 18:19

4 Smámynd: Gestur Halldórsson

Dómurinn getur ekki verið meiri en sæmilegur, því staða okkar væri væntanlega allt önnur í dag ef ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefði borið gæfu til að afnema lánskjaravísitöluna um leið og kaupgjaldsvísitöluna á sínum tíma. Og var það ekki með tilstuðlan Framsóknarflokks sem Ólafslög og Kvótalögin um fiskveiðar voru sett á með þátttöku Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á sínum tíma líka.

En megi minning hans og þátttaka í íslenskri pólitík vera okkur minnisstæð.

Gestur Halldórsson, 1.2.2010 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband