Leita í fréttum mbl.is

Að grafa undan ímynd Íslands

abc 1-5

Af gefnu tilefni vegna ófyrirleitins áróðurs Sverris Péturssonar í Morgunblaðinu í dag 4. mars 2010, og bb.is finnst vera merkileg og birtir úrtak úr greininni. HÉR

Smá rökstuðningur minn við grein Sverris Péturssonar til að hjálpa fólki við að skilja hvað hann er að tala um.

Ímynd Íslands sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar er því miður ekki til nema í hugum gráðugrar klíku LÍÚ sem hefur svo sannarlega steypt Íslandi á hausinn !

Engin þjóð í heiminum stundar eins óábyrgar og ruddafengnar fiskveiðar líkt og íslendingar gera.

abc 1-1

Tökum nokkur dæmi:

1. Íslendngar kasta í sjóinn árlega 35-50 þúsund tonnum af fiski sem ekki er æskilegt að koma með að landi vegna tegundar sinnar eða stærðar.

2. Íslendingar leyfa frystitogurum sínum að sólunda 60% af öllum afurðum sínum í hafið þar sem það ekki hentar þeim að koma með þær að landi vegna ímyndaðs plássleysis um borð í skipunum (opinber skýring) en reyndin er sú að þetta er gert að stórum hluta til að falsa nýtingarstuðla (aukinn kvóti) líkleg fölsun færir þeim 35% betri nýtingu á aflaheimildum.

3. Íslendingar leyfa sérstökum (innvígðum Sjálfstæðis og Framsóknarfyrirtækjum) að stela að jafnaði 20-30% undan hafnarvog og falsa vigtanótur og afurðaskýrslur því samfara.

abc 1-9

4. Íslendingar leyfa grútarprömmum að veiða 100 þúsund tonn af makrííl (jafnígildi 70 þúsund tonna í verðmætum þorsks) til bræðslu í skepnufóður.

5. Íslendingar leyfa veiðar með flottrolli langt upp á landgrunnið með skelfilegum afleiðingum fyrir marga fiskistofna.

Smug fiska í gegnum trollin drepur allt að 10 til 15 fallt það magn sem skipin koma með að landi.

abc 1-10

Meðafli flottrollsskipa er gríðarlegur og fer hann allur til bræðslu. Fyrir þessum meðafla þurfa flottrollsskipin ekki að setja neinn kvóta í bolfiski.

Árlegur meðafli flottrollskipana lætur nærri að vera eins og allur bolfiskafli vestfiskra skipa á hverju ári.

Gríðarlegt magn af þorskseiðum, ufsaseiðum og ýsuseiðum auk skötusels og grásleppu er drepið með flottrollinu og brætt í mjöl og lýsi.

abc 1-8

6. Íslendingar heimila þrælahald á sjómönnum kvótalausra skipa og neyða þá til að greiða 80-90 % af öllum sínum tekjum til þeirra útgerða sem fá kvótann gefiins frá ríkinu 1. september ár hvert.

Lokaorð.

Ég get haldið svona lengi áfram til viðbótar en nenni því ekki núna.

Hverjir hafa grafið undan ímynd Íslands aðrir en LÍÚ sem skóp þetta viðbjóðslegasta fiskveiðistjórnunarkerfi veraldar ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll Nilli minn og góðan daginn.

Þú ert við sama heygarðshornið elsku kallinn minn. For det forste eins og danskurinn segir. Brottkast hefur minnkað helling og hver er þess umkominn að halda því fram að brottkast minnki með sóknarmarki? Potturinn er alltaf jafn stór sem við fiskum úr.

2. Ímyndað plássleysi er því miður staðreynd, en ég er sammála um að þarna verðum við að gera betur. T.d. mætti búa til meltu úr afganginum, það er ekki svo dýrt.

3. Ég þekki marga útgerðarmenn sem eru vinstrimenn. Nilli það vantar sannanir fyrir vigtarfölsunum, komdu með þær. Ég sætti mig ekki við hálfkveðnar vísur í þessum efnum. Það er ekki nóg að dylgja.

4.Þessir grútarprammar sem þú talar um eru fullkomnustu veiðiskip okkar og sannarlega skutu útgerðarmenn sig í fótinn og gátu ekki staðið saman um að kvótasetja makrílinn eftir veiðireynslu eða jafnt á skip sjálfir, fyrst heilagur Jón hafði ekki kjark til þess.

5. Flottrollsveiðarnar eru orðnar of miklar, meira að segja skipstjórarnir eru sammála um það. Þeir þurfa nú samt að redda bolfiskkvóta ef þeir landa bolfiski. Hef sjálfur orðið vitni að þegar gulldeplu var landað, þá var tekin prufa þrisvar sinnum úr 600 tonnum, samtals 1200 kg. í þessum 1200 kg. voru 5 ufsar vel stórir og svo er það reiknað sem meðaltal úr 600 tonnum. ekki alltaf setja allt út á versta veg.

6. Ekkert mál að hætta þessu fáránlega framsali. Í fyrsta lagi er bannað samkvæmt kjarasamningi að sjómenn taki þátt í leigu/kaupum á aflaheimildum og eru til dómar þar um. En því miður eru sjómenn stundum sjálfum sér verstir þegar kemur að því að sækja sinn rétt. Svo bendi ég á að ef við hefðum haft gæfu til að setja 100% veiðiskyldu. Ef þú veiðir ekki það sem þú færð úthlutað þá fær einhver annar að veiða sem er til þess hæfari. Þá værum við ekki í þessu rifrildi.

Skrattinn er í hverju horni hjá þér kallinn minn, reyndu nú að sjá ljósið, það er nefnilega farið að vora.

Kveðja Valmundur

Valmundur Valmundsson, 6.3.2010 kl. 10:50

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góðan daginn kæri Valmund og takk fyrir innlitið.

Ég er frekar hissa á þessum neikvæða tón sem þú slærð gegn mér.

Það er ekki svo að skrattinn sé í hverju horni hér.

Það er ekkert nýtt að ég sé að gagnrína kvótakerfið og fiskveiðsttjórnunina.

Ef þú vilt fá upplýsingar þá er þér velkomið að hringja í mig í síma 847-3850.

Að öðru leyti sýnist mér þú vera fullkomlega sammála mér í flestum atriðum ef brottkastið er undan skilið.

Ég veit betur í þessum efnum.

Það eru gríðarlegar breytingar framundan í fiskveiðistjórnunni og þeir sem hafa haft öll tögl og haldir munu hverfa á næstu vikum og mánuðum og nýir menn með ferska vinda koma í staðin.

Þú munt sjá ótrúlegar breytingar.

Þér til yndisauka er dragnótin þar með talin.

Varðandi veiðiskylduna þá er ég að sjálfsögðu sammála þér en ef það gengur eftir fylgir því grundvallarbreyting á kvótakerfinu er lýtur að dómi Hæstaréttar (Valdimarsdómur) en eins og þú kanski veist þá teygðu stjórnvöld og toguðu þann dóm eftir sínu höfði og brutu gróflega á mannréttindum okkar.

Vertu ekki smeykur við að hafa samband við mig.

Bestu kveðjur til ykkar allra í Vestmannaeyjum.

Níels A. Ársælsson., 6.3.2010 kl. 12:10

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Það sem ég vil sjá er 100% veiðiskylda og nýtingarréttur í 15-20 ár svipað og Finnbogi Vikar leggur til. Það er ekki hægt að taka núverandi útgerðir og fiskvinnslur út fyrir sviga og afhenda öðrum veiðiheimildirnar bara si svona. Það er rétt að það er til nóg af sjómönnum og skipum en hver ætlar að fjármagna kaupin á skipunum og á leiguheimildum frá ríkinu? Skyldu það vera sjómennirnir?Hver á að verka, hver á að selja?

Það er alltaf talað um að þetta sé ekkert mál en ég held að þú vitir betur. Það þarf fjármagn til og það fjármagn er ekki til, allavega ekki á ásættanlegum kjörum.

Valmundur Valmundsson, 6.3.2010 kl. 14:47

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Níels, ég hef gaman af skoðunarskiptum ykkar Valmundar, það er nokkuð sem ég hefði gaman að vita hjá honum Valmundi er, af hverju er ekki sóknamark gott kerfi?

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.3.2010 kl. 17:14

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sælir Valmundur og Helgi.

Bendi ykkur á að horfa vel á þetta myndband:

Sjá hér: http://kvotasvindl.blog.is/blog/kvotasvindl/video/7486/

Níels A. Ársælsson., 6.3.2010 kl. 17:42

6 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Valmundur Valmundsson, 7.3.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband