Leita í fréttum mbl.is

Aðför LÍÚ að lífríki hafsins

Hætta ætti loðnuveiðum við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli í lögsögu Íslands.

Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum umfram það sem skipin koma með að landi.

Flottrollið splundrar göngu fiskitorfa og ruglar göngumynstur þeirra.

Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.

Nærtækasta dæmið er léleg nýliðun þorsks, hrun hörpudisksstofnsins, hrun rækjustofnanna og margt fleira.

Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.

Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundanna.

Stjórnvöld verða að grípa strax til aðgerða og stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll.


mbl.is 90% af kríuungum hungurmorða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

 Níels, flottur að benda á þetta!

Aðalsteinn Agnarsson, 17.1.2011 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband