Leita í fréttum mbl.is

Fiskifræðilegur harmleikur

jón kristjánsson

Einu sinni var ekki veidd rækja í úthafinu, einungis innfjarða, í Ísafjarðardjúpi Arnarfirði og Öxarfirði.


Það var fyrir elju eins manns að úthafsrækjuveiðin var "búin til". Snorri heitinn Snorrason skipstjóri á Dalvík var upphafsmaðurinn og þó illa gengi í fyrstu gafst hann ekki upp. Það tók tæp 30 ár að gera þessar veiðar arðbærar.

Ég sagði "búa til", því svo virðist að aukin sókn í fisk- eða rækjustofna hafi þau áhrif að stofnarnir skili meiri uppskeru.

Meðan sókn var óheft á Íslandsmiðum veiddust 4-500 þús. tonn af þorski áratugum saman. Þegar farið var að hefta veiðar til að koma í veg fyrir ofveiði minnkaði aflinn jafnt og þétt og er nú í sögulegu lágmarki. Þetta er uppskera friðunarinnar.

rækja

Talandi um rækju er fróðlegt að líta til rækjuveiðanna á Flæmska Hattinum. Þær hófust 1993 og fóru hrað vaxandi. Árið 1995 veiddust 25 þús. tonn og lagt var til að stöðva veiðar til að vernda stofninn.

Árið eftir sóttu Íslendingar stíft til að afla sér kvótareynslu. Alltaf var lagt til veiðibann en það var hundsað og  aflinn var yfirleitt 40-50 þús tonn.

Þegar rækjuverð lækkaði og olíuverð hækkaði dró úr sókn og þar með afla. Nú er svo komið að afli er lélegur og sóknin nær engin.

Fróðlegt er að lesa skýringar Hafró á minnkandi stofni úthafsrækju við Ísland:

rækja 2

"Ýmsar ástæður geta verið fyrir versnandi ástandi rækjustofnsins, m.a. aukin þorskgengd inn á svæðið sem veldur auknu afráni á rækju, einkum ungrækju. Einnig er hugsanlegt að auknar rækjuveiðar á síðustu tveimur fiskveiðiárum hafi haft þau áhrif að rækjan verði aðgengilegri fyrir þorskinn sem leiði til aukins afráns á rækju. Aðrir þættir, s.s. hlýnun sjávar sem flýtir tíma klaks sem hittir þá síður á hámark þörungablómans hefur líka mikil áhrif á nýliðun."

Ekki fæ ég skilið hvernig rækjuveiðar verði til þess að rækjan verði "aðgengilegri fyrir þorskinn", en etv. skilja þeir það snillingarnir á Hafró. Og, auknar rækjuveiðar ??

Rækjan var tekin úr kvóta í fyrra en hafa rækjuveiðar aukist? Mér er það til efs. 

rækja 3

Þá er athyglisvert að þeir gera því skóna að át þorsks og gráðlúðu sé orsakavaldur minnkunar rækjustofnsins. Samt er ekki orð um hvað þessar tegundir voru að éta á rækjuslóðinni, kíktu þeir ekki í magann á þessum fiskum?

Ekki er að sjá að þeir hafi gert það, þeim finnst sennilega betra að spinna upp skýringarnar. Eftir stendur að sóknarsamdráttur í rækjuveiðum hefur leitt til minnkandi stofns. -  Ætla menn aldrei að læra?

Grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing.


mbl.is Rækjustofninn er enn í lægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband