Leita í fréttum mbl.is

Falsspámenn og þjóðníðingar

Nú spá allir viðskiptabankarnir hörmungum ef kvótakerfinu verður breytt. Þetta eru sömu bankarnir, sama fólkið, einungis aðrar kennitölur sem spáðu meðfylgjandi hér að neðan.

Frétt úr Viðskiptablaðinu 26. júlí 2007. 

Hlutabréfamarkaðurinn heldur áfram að hækka en Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í gær í 8.279 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 29,1 prósent og styttist óðfluga í það að hún hafi hækkað tvöfalt meira en allt árið í fyrra.

Greiningardeildir viðskiptabankanna spáðu því fyrr á árinu að árshækkun Úrvalsvísitölunnar yrði á bilinu 30-37 prósent. Það jafngilti því að vísitalan stæði í 8.333-8.782 stigum um næstu áramót.

Í Vegvísi Greiningardeildar Landsbankans er bent á það að Úrvalsvísitalan hafi sýnt betri ávöxtun en flestar helstu hlutabréfavísitölur heims. Þýska DAX-vísitalan kemst næst þeirri íslensku með um 20,3 prósenta hækkun á árinu.

Gengi tólf félaga hefur hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum hafa rokið upp um 92 prósent en Vinnslustöðin kemur skammt á hæla þess með tæplega 89 prósenta hækkun.

Krónan veiktist um 0,98 prósent í gær. Greiningardeild Kaupþings spáir því að yfirtaka Novators á Actavis geti stutt bæði við krónuna og hlutabréfamarkaðinn á næstunni þar sem greitt verður fyrir bréfin í evrum. Samkvæmt áætlunum Kaupþings gætu allt að sjötíu milljarðar króna streymt aftur inn á markaðinn.


mbl.is Varhugaverðar breytingar á kerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband