Leita í fréttum mbl.is

Snæbjörn í Hergilsey

snæbjörn í hergilsey 1-2

Ég hafði jafnan skipstjórn á Fönix, er enn var stærst skip á Breiðaflóa. Mátti þá stundum kalla slark á ferðum og ekki fyrir heilsuveila menn að liggja úti á vetrum í öllu veðri.

Snæbjörn Kristjánsson segir svo frá í æviminningum sínum "Saga Snæbjarnar í Hergilsey".

Liðu árin til 1886, að ég aflaði til heimilis vor og haust en var í hákarlalegum á vetrum. Það var á líðandi vetri, að við fórum út á svokallaðan Hróa. Hann er þvert út af Ólafsvík.

Daginn eftir hvessir á norðan, og vildi ég ná Grundarfirði, ef mögulegt væri.

En veður harðnaði, og loks brotnaði aftara mastrið. En "lokkortusigling" var á skipinu.

Var þá þeirri ætlun lokið og silgdum við til Ólafsvíkur. Við rendum þar upp í svokallaðan Læk, sem bezt er, þegar áveðurs er.

En þar voru menn, sem kunnu að taka á móti sjófarendum. Fjöldi manna kom og tók skipið, í því að það kendi grunns.

Mannbjörg hefði orðið, þótt hjálp hefði verið minni. En afdrif skipsins eru vafasöm. Til dæmis um hjálpsemi Ólafsvíkurbúa við sjófarendur er það, að gamall maður, nærri blindur, lét leiða sig til strandar, svo hann gæti lagt hönd á björgunina. Hann hét Jónas.


Þegar skipið var komið í skorður og farangri borgið, gall við hvaðanæfa í hópnum: "Mann til mín, mann til mín". Menn mínir brostu og voru hissa. En slíkar viðtökur gleymast ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband