Leita í fréttum mbl.is

Veganefnur - snarbratti - skriður og grjóthrun

hermann_jonasson.jpg

Það er mikill ókostur við Barðastrandarsýslu, hve hún er útúrskotin og erfið með samgöngur innan sýslu.

Fyrir þetta verður minni samkeppni í verslun erfiðara með allan félagsskap og margt fleira.

Vegir eru þar víðast hinir verstu  nema á Barðaströnd.

Þar eru þeir góðir af náttúrunni. Það má þó heita furða, hvar víða eru veganefnur, þegar þess er gætt, hve strjálbyggt þar er, og vegirnir eða vegabæturnar geta á mörgum stöðum eigi staðið lengur en árið, þegar bezt lætur, því að vegirnir eru víða framan í snarbratta og skriður og grjóthrun eyðileggur þá.

 

Ath: Þessi lýsing á vegum og samgöngum í Barðastrandarsýslu var skrifuð af Hermanni Jónassyni  í Búnaðarrit sem gefið var út 1888.

Þessi lýsing gæti alveg átt við í dag 124 árum síðar á vegasambandi á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband