Leita í fréttum mbl.is

Eyðing byggða og félagslegar hörmungar

fiskibátur

Handhafar kvótans með samstilltum aðgerðum halda uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta.

 

Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans nota þeir í samkeppni sinni um kaup á afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.

 

Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er.

 

Ráða þeir því hvaða sjávarbyggðir eða -byggðalög lifa og dafna; hvar verðmæti eigna helst og hvar þær verða lítils eða einskis virði.

 

Kvótakefið færir handhöfum kvótans þannig mikið og jafnframt ógnvænlegt vald; vald sem leitt hefur til fólksflutninga, eignaskerðinga og félagslegra hörmunga.


mbl.is Mikil skerðing á aflaheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband