Leita í fréttum mbl.is

Ætlar Hafró ekki að segja allan sannleikann ?

Hvaðan komu sníkjudýrin og af hverju lögðust þau á hörpuskelsstofninn ? Veit Hafró það eða á að fela þá vitneskju eins og svo margt annað sem þolir illa dagsins ljós ?

Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.

Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.

Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað. Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.

Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.

Hafró svari hið bráðasta hvort þessi tilgáta sé rétt  !


mbl.is Sníkjudýrasýking orsök hruns hörpuskeljastofns í Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Níels.

Beið einmitt eftir að fá skýringar um þessa sérstöku frétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.4.2007 kl. 02:06

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Grænþörungar eru nánast horfnir úr Breiðafirði og brúnþörungur flætt í miklu magni yfir svæði hörpudisks. Þetta er allt hægt að skoða á gerfihnattarmyndum á vef Nasa. Þetta er svo augljóst en það má ekki tala um það vegna Samherja hf, og co.........

Níels A. Ársælsson., 24.4.2007 kl. 02:14

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, loðnuútrýmingin kemur ábyggilega víða við í lífríkinu, þó þeir á Hafró hafi aldrei skilið það. Sérfræðingar geta nefninlega aldrei tengt hlutina saman.

Þórir Kjartansson, 24.4.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband