Leita í fréttum mbl.is

Ort til Birgittu

Lund þín er hrein sem vorbláminn yfir fjallsins tind

fas þitt létt sem frjókorn í hægri sumargolu

augu þín tindrandi sem ljósbrot á heiðarlind

ásýnd þín er sem fegursta helgi mynd.

Höfundur ljóðs:  naá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegt!

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já hún er heppin að til hennar sé svona fagurlega ort, og sýnist mér einnig heppinn, sá sem á hana

Aðalheiður Ámundadóttir, 29.6.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fallegt er það. Ég vissi ekki að þú værir hagmæltur.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 03:38

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk Jóna. Sjóhundum og uppreisnaseggjum er ýmislegt til lista lagt.

Níels A. Ársælsson., 30.6.2007 kl. 11:16

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Jæja já þú getur líka ort fallegar vísur ekki vissi ég það og er þó búin að þekkja þig frá því að þú varst smá strákur.  Haltu bara áfram á þeirri braut þú getur líka náð langt þar ef þú villt. Kannski eru það næturmyndirnar frá Tálknafirði sem gefa þér hugmyndasköpunina?

Ragnheiður Ólafsdóttir, 30.6.2007 kl. 11:38

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk Heiða mín, þú ert alltaf jafn elskuleg. Já, það er ekki vafi á því að kyrðarstundir á næturnar í litla firðinum okkar gera ýmislegt fyrir hugan og sálina.

Það verður ekki metið til fjár í þorskígildum né í kauphöllum og háskólum hálfvitana.

Níels A. Ársælsson., 30.6.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband