Leita í fréttum mbl.is

Auk þess legg ég til

Nr, 1.

Verðlagsstofa skiptaverðs verði lögð niður og sett í lög um að allur fiskur verði seldur á uppboðsmarkaði. Með þessu móti myndu útsvarstekjur og tekjur hafna í sjávarþorpum aukast um 80 - 100%.

Nr, 2.

Veiðar á ýsu og úthafsrækju verði gefnar frjálsar enda engin rök fyrir því lengur að kvótabinda þessar tegundir. Með þessu móti tæki atvinnulíf í fjölda sjávarþorpa stórann kipp í öllu tilliti.

Að lokum legg ég til að Samherja hf, verði eytt !

 


mbl.is Bæjarráð Bolungarvíkur kallar eftir tafarlausum aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ansi skemmtilegt blogg hjá þér!

Nr. 1. Þessi tillaga er tillaga um að svipta útgerðarmenn ákvörðunarrétti á því hvernig þeir reka sitt skip. Myndu útsvarstekjur aukast? Ég held að þessi tillaga myndi þýða það að skip yrðu aðeins gerð út frá stöðum sem lijja nálægt flugvellinum í Reykjanesi. Þá myndu menn sækja þennan fisk á enn færri skipum og með enn minni nærgætni við fiskimiðin.

Nr. 2. Trúlega hárrétt hjá þér og fábær tillaga. Frelsi á aðeins að skerða, sé rík ástæða til. Hún er það ekki, samkvæmt því sem þú segir.

Nr. 3.  Varðandi það að leggja Samherja niður, þá vil ég benda þér á það að það er búið að reyna að leggja Baug niður og það tókst ekki. Þannig að þetta er sennilega óframkvæmanlegt.

Jón Halldór Guðmundsson, 29.8.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Með því að selja allan fisk á uppboðsmarkaði aukast að sjálfsögðu tekjur hafna víða um land og störf skapast við löndun ofl. tengt fiskmarkaði, auk þess er líklegt að víða muni smærri fiskvinnslur taka til starfa þegar aðgengi að fiski til vinnslu eykst og þar koma útvarstekjur.  Það eru mörg dæmi um að fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni sendi ferskan fisk erlendis með flugi.  Samgöngur á landi eru alltaf að batna svo nálægðin við Keflavíkurflugvöll skiptir ekki orðið aðalmáli.

Hvað varðar Samherja hf. þá er hann eins og krossfiskurinn, ef slitinn er af einn armur vaxa tveir eða þrír í staðinn.

Jakob Falur Kristinsson, 29.8.2007 kl. 17:33

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er lífsnauðsyn að þessi verði framgangan núna.

Hvað varðar ákvörðunarrétt útgerðarmanna er það að segja að þeir geta að sjálfsögðu keypt fiskinn á uppboðunum, eins og margir eru að gera núna, m.a. Samherji. 

Þetta mundi hisvegar stórhækka fiskverðið og þar með laun sjómanna og það gefur síðan hærra aflagjald og hærra útsvar frá sjómönnum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband