Leita í fréttum mbl.is

Tíndust úr reiðanum einn og einn

Í ofsaveðri 7. Apríl 1906 strandaði þilskipið Ingvar á Viðeyjarsundi. Hundruð Reykvíkinga horfðu á skipverja slitna hvern á fætur öðrum úr reiðanum og hverfa í hafrótið. Engri björgun varð við komið.

Mörg hundruð manna í Reykjavík stóðu í fjöruborðinu í Viðeyjarsundi og horfðu á úrræðalausir og áhaldalausir til björgunar, meðan skipverjarnir  tíndust úr reiðanum á Ingvari hver eftir annan. Var það slík hörmungarsjón, að hún mun aldrei gleymast þeim sem á horfðu.

Eftir því sem ég kemst næst mun atvik þetta hafa orðið upphafið af stofnun Slysavarnarfélags Íslands og hafi þar verið fremstur í flokki manna Einar Benediktsson skáld, en Einar mun hafa verið einn af þeim fjölmörgu sem urðu vitni að dauðastríði áhafnarinnar á Ingvari.


mbl.is Haldið var upp á að 80 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hlýtur að hafa verið skelfilegt að standa í fjöruborðinu, minnir mig á svipaða sögu frá fjörunni i Keflavík, þar sem mennirnir drukknuðu rétt fyrir utan brimröstina vegna kunnáttuleysis í sundi, var sagt að það hefði verið hvatinn að sundkennslu og byggingu sundlaugarinnar þar

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband