Leita í fréttum mbl.is

Jónas Hallgrímsson

samræður við jónas hallgrímsson

Þann 26. mai 1845, lést í Kaupmannahöfn, skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson aðeins 38 ára að aldri.

Konráð Gíslason sagði frá láti Jónasar vinar síns á þessa leið: Seint um kveldið þann 15. mai, gekk Jónas upp stigann í íbúð sinni, er honum skruppu fætur, og gekk við það hinn hægri fótur í sundur fyrir ofan ökla; komst hann þó á fætur og inn til sín, lagðist niður alklæddur og beið morguns.

Morguninn eftir er komið var að Jónasi þá var hann þungt haldinn og bað um að láta flytja sig í Friðriksspítala í Kaupmannahöfn. Drep hljóp í fótinn og dreifði það sér um líkamann sem að lokum dró hann til dauða.

Jónas Hallgrímsson var jarðsettur í Hjástaðar-kirkjugarði þann 31. mai, að viðstöddum öllum þeim íslendingum sem staddir voru í Kaupmannahöfn og þekktu til Jónasar. Hörmuðu allir örlög Jónasar mjög og það tjón sem ættjörð hans hafði orðið fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband