Leita í fréttum mbl.is

Hafró „hreint meinvarp í íslensku efnahagslífi“

sólbakki í önundarfirði 
Þessi stofnun er orðin hreint meinvarp í íslensku efnahagslífi og fátt brýnna en að leysa það hreinlega upp“, sagði Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Vestfirðinga og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, við fjárlagaumræðu á Alþingi, 27.11.2002 og átti þar við Hafrannsóknastofnun.
Við getum ekki í byrjun 21. aldar lifað við ríkiseinokun í vísindum gagnvart þeirri náttúru sem fæðir okkur og klæðir, sem er hafið kringum landið.
Einar Oddur sagði lífsnauðsyn að efla frjálsa vísindastarfsemi í landinu og ótækt væri að vera bundinn við Hafrannsóknastofnun, sem með kreddum sínum í þrjátíu ár gagnvart þorskveiðunum er á góðri leið með að draga öll sjávarþorp Íslands niður.

 

Einar Oddur sagði brýnt að breyta rekstrarformi ríkisstofnana, ekki síst opinberra vísindastofnana. Hann sagði að ríkið hefði ekkert með það að gera að reka vísindastofnanir.

Hins vegar ætti að auka framlög ríkisins til vísindastarfsemi.

Í framhaldi af þessu réðst Einar Oddur harkalega að Hafrannsóknastofnun, sem hann nefndi helsta óvin sjávarbyggðanna, en hún fær hátt á annan milljarð króna á fjárlögum til starfsemi sinnar.

Orðið „meinvarp“, sem Einar Oddur notaði um stöðu Hafrannsóknastofnunar í íslensku efnahagslífi, er venjulega notað um krabbameinsæxli.


mbl.is Aukinn þorskafli veikir stöðu stofnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Nilli

Við erum báðir sammála því sem Einar Oddur sagði en hann stóð einn og fékk þessu ekki framgegnt. Á þessum tíma var nafni hans Kristinn formaður sjávarútvegsnefndar og sagði að nauðsyn væri að styðja rannsóknir sjálfstæðra vísindamanna, það myndi skapa meiri skoðanaskipti og breiðari umræðu.

Til að gera langa sögu stutta þá hvarf hann frá þessu þegar hann fékk völd og tækifæri og hann hefur aldrei talað við mig þrátt fyrir ítrekuð boð mín um slíkt.

Það er yfirgengilegt að heyra hrokann í Hafró þessa dagana í framhaldi af kvótaaukingunni. Skyldu þeir fá að sprikla áfram?

Jón Kristjánsson, 20.1.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Jón.

Einar Kristinn er eitt furðulegasta fyrirbæri sem sögur fara af hér á Vestfjörðum.

Þvílíkur blekkingarleikur sem hann viðhafði gagnvart kjósendum sínum frá fyrstu tíð.

Dagar Einars Kristins í stjórnmálum eru taldir innan fárra daga eða vikna.

Ég hugga mig við það.

Varðandi Hafró þá á ég ekki von á öðru en fyrir þeirri stofnun fari líkt og sjávarútvegsráðherra, kvótakerfinu og bönkunum.

Hafró er í hugum flestra greiningardeild líkt og greiningardeildir bankana voru.

Þetta er allt ein stór svikamylla sem mun heyra fortíðinni til fljótlega.

Níels A. Ársælsson., 21.1.2009 kl. 00:11

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nilli. kvótakerfið fer ekki nema að ríkið greiði fyrir það. þú getur spurt hvaða lögfræðing sem eru um það hvernig hæstiréttur eða mannréttindardómstóll evrópu mun dæma um slíkt.

óvinurinn í dag er Hafró. ef leggjumst á eitt getum við losnað við þessa stofnun. 

2. milljarðar króna? er þetta á fjárlögum í ár eða 2002? Það væri hægt að reka nokkrar rannsóknarstöðvar eins og Vör í Ólafsvík, vítt og breytt um landið fyrir þann pening.

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 01:23

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fannar.

Ég efast ekki um að þetta sé rétt hjá þér.

Ríkið mun þurfa að greiða fyrir kvótann og það sem verra er að greiðslurnar munu að lang stærstum hluta fara til erlendra lánastofnanna.

En Fannar.

Hvað ætlar ríkið að greiða bændum fyrir þjóðlendurnar sem verið hafa í þeirra eigu öldum saman ?

Varðandi Hafró þá er mjög mikilvægt að leggja þá stofnun niður eins fljótt og kostur er líkt og Fiskistofu.

En mál sem þolir enga bið !

Það verður að stöðva í eitt skipti fyrir öll flottrollsveiðar í landhelgi Íslands.

Það verður að stöðva allar hugmyndir manna að loðna verði veidd aftur til bræðslu.

Loðnuveiðar á ekki að leyfa nema í mjög litlum mæli til manneldis og þá eingöngu með hringnót.

Allar veiðar á loðnu ætti að banna austan við Dyrhóley.

Með því móti tryggjum við eðlilegt göngumynstur loðnunar til hryggningastöðva sinna.

Níels A. Ársælsson., 21.1.2009 kl. 09:38

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Hvað ætlar ríkið að greiða bændum fyrir þjóðlendurnar sem verið hafa í þeirra eigu öldum saman ?"

Ég vil að þau lög falli úr gildi þegar í stað. 

varðandi loðnuna. þá benti ég á það í færslu hjá mér að Þorskurinn er 11 sinnum verðmætari á hvert tonn heldur en loðna. þannig að ef það þarf 10 tonn af loðnu til að búa til 1 tonn af þorski þá er það samt hagkvæmari heldur en að veiða loðnuna. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Jón Kristjánsson

Fannar, það er til á þessu einföld lausn sem þarf að ekki að "borga" neinum fyrir:

Taka þorsk og aðrar botnfisktegundir út úr kvóta. Stjórna svo með svæðafriðun og veiðarfærum eftir því sem þurfa þykir á meðan er verið að þróa sóknarkerfi eða eitthvað annað þannig að skipafloti og kraftur sjómanna nýtist.

Eitt mikilvægasta verkefnið núna er að kveða niður ofveiðidrauginn, sem Hafró heldur lífinu í. 

Jón Kristjánsson, 21.1.2009 kl. 14:04

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

þegar þú hefur borgað fyrir eitthvað þarf alltaf að koma bætur fyrir. þó að ríkið myndi ekki viðurkenna það myndu dómstólar þvinga ríkið til þess.

óheft sókn Jón? þú veist og manns alveg hvernig þróunin á smábátum var áður en þeir voru settir í kvóta. gríðarleg offjárfesting í tækjabúnaði til þess að auka veiðigetu. 

slíkt færi á fullan kraft ef óheft veiði væri leyfð. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 15:08

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

það þarf að hækka kvótann uppi í 250.000 til 300.000 tonn núna á næstu árum.

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 15:08

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fannar ef þú lest stjórnarskrána, án þess að nota "gleraugu" útgerðarmanna, sést að ríkið getur innkallað kvóta án þess að vera skaðabótaskylt.

Jóhann Elíasson, 22.1.2009 kl. 19:28

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

bentu mér á greinina í stjórnarskránni?

en ef það er hægt, þá breytir það litlu. eignarnám myndi gera ísland að holdsveikisjúkling í augum heimsins. það snertir engin á þeim eða virðir í viðskiptum þann sem ekki virðir eignarrétt. 

Fannar frá Rifi, 22.1.2009 kl. 20:11

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Miðað við skrifin frá er ekki hægt að ímynda sér að þú gangir alveg heill til skógar og ég efast stórlega um að sú grein stjórnarskrárinnar sem, segir að allar auðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar, hafi farið fram hjá þér Fannar.

Jóhann Elíasson, 22.1.2009 kl. 22:38

12 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Fannar hvar stendur það að kvótinn sé eign útgerðarmanna?

Ég veit að ég þarf ekki að birta hér fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða, þú þekkir þessa grein er það ekki?

Um Hafró erum við sammála, það á að leggja þá stofnun niður.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 22:52

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei Jóhann. settu hérna inn tilvísunn í þá grein Stjórnarskráar Íslands sem þú talar um.

Hallgrímur. hvar stendur að það sem þú kaupir þér sé þín eign? 

Fannar frá Rifi, 23.1.2009 kl. 08:47

14 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfu smábátaútgerðarmanns, sem taldi að breytingar á lögum, sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða árið 2004 og lutu að því að sóknaraflamarkskerfi smábáta var aflagt og krókaaflamarkskerfi tekið upp í staðinn, hefðu valdið honum tjóni og brotið gegn eignarréttarákvæði og jafnréttisreglu stjórnarskrár.

Útgerðarmaðurinn vildi að bótaréttur hans yrði viðurkenndur. Héraðsdómur vísar hins vegar til þess, að í lögum um stjórn fiskveiða, sem sett voru upphafleg árið 1990, segi að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Af þessu leiði að veiðiheimildir samkvæmt lögunum séu ekki varðar af ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Útgerðarmaðurinn taldi einnig að reikniregla, sem lögfest var með lagabreytingunni árið 2004, hefði brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár.

Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að lagaákvæðin væru hvorki ómálefnaleg né andstæð jafnræðisreglunni.

Níels A. Ársælsson., 23.1.2009 kl. 10:01

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

en hvar er greininn sem Jóhann talar um þjóðareign í stjórnarskrá? hún er hvergi til.

það er ekki enn búið að reyna á þetta fyrir hæstarétti eða evrópudómstólnum. þessi löggjöf um þjóðareign er einnig sett eftir að kvótakerfið var sett á, þannig að spurning er hvort sé. 

en bótakrafa mun alltaf verða til staðar. ríkið getur ekki hlupist frá henni. nema að ríkið borgi fullt verð og bætur fyrir eða þá endurgreiði allann skatt og öll gjöld sem það hefur fengið þegar kvóti er keyptur og seldur.  því ríkið með innheimtu skatta viðurkennir kaup og sölu á kvóta sem eign. 

Fannar frá Rifi, 23.1.2009 kl. 10:35

16 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Aðeins að leggja orð í belg hérna. Níels, Þessi dómur sem þú vitnar oft í, yrði aldrei hafður til hliðsjónar ef um væri að ræða eignaupptöku á öllum aflaheimildum.

Þarna var um að ræða að ríkið breytti reglum þannig að viðkomandi bátur fékk sóknardaga í staðinn fyrir kvóta. Útgerðin fór í mál og heimtaði bætur vegna eignaupptöku. Að sjálfsögðu féllst dómurinn ekki á það. Ef dómurinn hefði fallið útgerðinni í vil þá gætu allar útgerðir fengið bætur við það eitt að dregið sé úr fiskveiðum, og kvóti skertur, eða kvóti færður á milli útgerðarflokka, sem dæmi. Það verður að vera svigrúm fyrir stjórnvöld til breytinga á kerfinu án þess að það skapist bótaréttur. En við algera uppstokkun kerfisins þar sem kvóti yrði tekinn af mönnum myndi klárlega skapast bótaskylda ríkisins. Um það þarf ekki að deila.

Þjóðlendur hafa ekki alla tíð verið í eigu bænda. Þjóðlendur eru "þjóð"lendur. Þau dómsmál sem nú eru í gangi til að skýra mörk eignalands og þjóðlenda er ekkert sem hægt er að líkja við eignaupptöku kvóta þó í sumum tilfellu líti út fyrir að svo sé.

Svo stendur það hvergi í stjórnarskránni að allar auðlindir landsins séu eign þjóðarinnar. T.d. stór hluti vatnsréttinda eru í einkaeign og hafa verið um alla tíð.

Aðalsteinn Bjarnason, 23.1.2009 kl. 10:37

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskaplegur ferkantaður "leðurhaus" getur þú verið Fannar, í 1 grein fiskveiðistjórnunarlaganna segir að fiskurinn í hafinu sé SAMEIGN svo segir í eignaréttaákvæði stjórnarskrárinnar að EKKI SÉ HÆGT AÐ RÁÐSTAGA EIGNUM ANNARRA, hvað er veðsetning á kvóta annað en ráðstöfun á eignum annarra?  Svo skaltu aðeins kynna þér hlutina áður en þú ferð að "blaðra" um hluti sem þú veist greinilega ekkert um.

Jóhann Elíasson, 23.1.2009 kl. 15:01

18 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Jóhann, ef kvótaúthlutun stangast á við ákvæði stjórnarskrár um að ekki megi ráðstafa eignum annarra, þá væri náttúrulega fyrir löngu búið að dæma kvótakerfið ólöglegt. En þvert á móti þá hefur hæstiréttur staðfest að kvótakerfið standist lög og stjórnarskrá. Eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar verndar hins vegar þá sem eignast hluti með löglegum hætti, fyrir því að ríkið geti tekið viðkomandi eign til sín bótalaust, fyrir þarf að greiða fullt verð eins og þar segir.

Aðalsteinn Bjarnason, 23.1.2009 kl. 16:13

19 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Aðalsteinn.

Sá dómur sem þú vitar í hjá Hæstarétti er varðar lögmæti kvótakerfisins var panntaður af íslenzka ríkinu (Sjálfstæðis og Framsóknarflokki) og stenst ekki mörg ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins.

Nýr stjórnlagadómstóll (sem vonandi kemur eftir fáeinar vikur) mun ógilda dóm Hæstaréttar (Valdimarsdóm).

Svo einfallt er það.

Enda ef þú lest álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá því í fyrra haust um íslenzka kvótakerfið þá sérðu þar hvað ég á við.

Níels A. Ársælsson., 23.1.2009 kl. 17:11

20 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nilli. mannréttindarnefndind sem kennir sig við sameinuðuþjóðirnar (taktu eftir að þessi nefnd er ekki hluti af SÞ og falla ekki undir SÞ) hefur ekkert lagalegt gildi og í raun enga virðingu á alþjóðlegum vettvangi þar sem allt sem hefur komið frá þessari nefnd hefur verið út úr kú. samanber kosning Súdans í nefndina mitt í fjöldamorðunum í Darfur.

ofan í lag sagði nefndin ekkert um að kvótakerfið væri ólöglegt eða það þyrfti að endurskoða það. eina sem sagt var að upphafleg úthlutun hafi verið ósanngjörn og síðan vitnað í eitthvað hugtak sem hvergi (man ekki hvað það var) sem hvergi er til í siðuðum réttarar ríkjum og finnst aðalega þar sem stjórnvöldum finnst gaman að taka eigur og líf þegna sinna. 

reyndu að vitna í eitthvað sem mark er á takandi en ekki endalaust í þessa kokteilpartý nefnd sem styður fjöldamorðingja. 

Fannar frá Rifi, 23.1.2009 kl. 17:23

21 Smámynd: Fannar frá Rifi

"1 grein fiskveiðistjórnunarlaganna segir að fiskurinn í hafinu sé SAMEIGN svo segir í eignaréttaákvæði stjórnarskrárinnar að EKKI SÉ HÆGT AÐ RÁÐSTAGA EIGNUM ANNARRA"

ég verð bara að beina orðum þínum til baka. 

þessi grein er skrifuð 5 árum eftir að löginn voru sett. þau eru því eftir á lög til þess að breyta reglum eftir á. 

þjóðinn er ekki lögaðili og getur ekkert á. það er munur á þjóðinn og ríkið. ef það stæði að þetta væri ríkis eign, þá væri það allt annað. en þarna stendur sameign þjóðarinnar og þjóð er ekki til sem lögaðili fyrir rétti og á ekki neitt. 

þetta er lögleysa og markleysa í lögum, sett af stjórnmálamönnum þess tíma til þess að afla sér vinsælda.

Fannar frá Rifi, 23.1.2009 kl. 17:57

22 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Og hvað viltu sjá í staðinn Níels. Algert stjórnleysi eða uppboð á aflaheimildum? Hvað sérðu fyrir þér? Heldur þú að það sem kæmi í staðinn yrði óumdeilt?

Aðalsteinn Bjarnason, 23.1.2009 kl. 18:07

23 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eignarréttaákvæði stjórnarskrárinnar var ekki bætt inn 5 árum seinna Fannar reyndu nú að fullorðnast.

Jóhann Elíasson, 23.1.2009 kl. 23:41

24 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Voðalegur mullukollur ert þú Jóhann, Fannar sagði aldrei að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar hefði verið bætt inn. Ákvæðið í Fiskveiðistjórnunarlögunum um að fiskurinn í hafinu sé sameign þjóðarinnar var sett inn í lögin 5 árum eftir að kvótakerfið var sett á. Þetta ákvæði hefur enga eignaréttarlega merkingu. Þó fiskurinn í hafinu sé sameign þjóðarinnar samkvæmt þessum lögum, þá er veiðirétturinn í einkaeign og sá réttur er varinn af stjórnarskrá.

Aðalsteinn Bjarnason, 24.1.2009 kl. 14:14

25 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jóhann. þú ert staurblindur af heift og reiði. við þig er ekki hægt að rökræða. þú ert tilbúinn að setja allt á annan endan og gera alla sjómenn atvinnulausa í von um að það sem á eftir ringulreiðinni fylgir muni færa þér meiri hag.

Jóhann. viltu að sjómenn verði á lúsalaunum og að fiskvinnslan verði varla þess virði að vinna í vegna lélegra launa eða viltu gott verð og góð laun hjá þessum stéttum? 

ef þú vilt hátt verð og há laun, þá virka ekki frjálsar veiðar. sættu þig við það. á meðan menn eins og þú eru að agnúast og öskra á breytingar og uppstokkun, munu litlir aðilar selja sig út úr kerfinu af hræðslu og þar með mun kvótinn safnast saman á færri hendur. til hamingju þú og félagar þínir eruð í raun bestu vinir og bandamenn Þorsteins Más. Þið hafið rekið fleiri aðila úr útgerð heldur en allur niðurskurður á afla. 

Fannar frá Rifi, 24.1.2009 kl. 18:37

26 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Sá sem mælti þau orð sem eru yfirskrift þessarar færslu er gamall sveitungi minn og kunningi. Hann var að mörgu leiti mætur maður en hann gaf samt útgerðarfyrirtækjum fyrir vestan slæm ráð varðandi uppbyggingu síns rekstrar. Á meðan fyrirtæki á t.d. Norðurlandi og í Vestmannaeyjum tóku slaginn og byggðu upp sinn rekstur samhliða kvótakerfinu þá þótti fyrirtækjum á Vestfjörðum réttast að selja og leggja upp laupana. Tækifærissinnaðir stjórnmálamenn eiga stóran þátt í þeirri þróun.

Aðalsteinn Bjarnason, 24.1.2009 kl. 22:13

27 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fannar á hvaða lyfjum ertu eiginlega?  Það er alveg greinilegt að þú hefur ekki skoðað kvótakerfið nema með LÍÚ-gleraugum, en þau eru orðin ansi rispuð og gefa ekki raunverulega mynd.  Kannski þér veitti ekki af leyser-aðgerð á augum?

Jóhann Elíasson, 24.1.2009 kl. 23:20

28 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jóhann. lestu það sem er skrifað eða reyndu að koma með rök. þú hefur engin rök komið með og það sem þú telur vera rök er mest eitthvað bull sem þú hefur ekki skoðað og eru í besta falli sögursagnir og þínar langanir. ofan í lag geturu ekki komið með neitt nema persónulegar árásir. vitnar síðan í eitthvað sem ekki er til. 

Jóhann ef þú bullaðir ekki svona mikið þá myndi ég kannski taka mark á því sem þú ert að segja.

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 11:14

29 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fannar, það er venja RÖKÞROTA manna að tala um bull í mótherjanum, það virðist vera að það sé bara best að leifa þér að sitja í vitleysunni þinni - þér virðist líða ágætlega með vitleysuna þína og ekki virðist vera í mannlegu valdi að veita þér neina hjálp þú verður bara að fara á líknandi meðferð.

Jóhann Elíasson, 26.1.2009 kl. 11:21

30 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jóhann. þetta er mitt síðasta komment hérna.

ég benti þér á að lög um þjóðareign kom 5 árum eftir að lög um kvótakerfið var sett. þú reyndir að halda að ég talaði um eignarréttarákvæði stjórnarskráarinnar. að þú skulir reyna að halda því fram að eignarréttarákvæðið sé ekki nema síðan 1988 sýnir að þú kynnir þér málinn ekki neitt.

ég reyndi að benda þér á þetta og annað. en eina sem þú kemur með er bull og útúrsnúningur. það hafa ekki nein rök komið frá þér. bara útúrsnúningur og það sem krakkar kalla "spegill spegill, ekki ég heldur þú" rök.

reyndu nú að spá aðeins í hlutun Jóhann og hugsa þér hvað muni gerast ef öll útgerðarfélög landsins fara á hausinn á sama deginum og öllum sjómönnum og landverkafólki verði þar með atvinnulaust á sama deginum. reyndu að hugsa aðeins lengra en um eigið rasgat. 

Fannar frá Rifi, 26.1.2009 kl. 13:55

31 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hver er þessi Jóhann

Jón Snæbjörnsson, 29.1.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband