Leita í fréttum mbl.is

Byggðakvótinn var notaður eins og þýfi úr vel heppnuðu sjóráni

sveitastjórnarmaður í íslensku sjávarþorpi

"Það var eðli hvers góðs sjóráns hér áður fyrr að ræningjarnir skiptu fljótt og vel á milli sín þýfinu í skjóli nætur".

Þannig höguðu margir sveitastjórnarmenn sér í ýmsum sjávarþorpum allt í kringum landið þegar byggðarkvóta hafði verið úthlutað til viðkomandi sveitarfélags.


mbl.is Afnám byggðakvóta vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann ER þýfi Nilli, eins og þetta hefur verið notað víða er ekki hægt að kalla þetta neitt annað. Læpamennska og ekkert annað. Því fyrr sem þessi della verður afnumin og sett, hugsanlega, í pott handa mönnum sem færu á sjó á fleytum til færaveiða t.d., því betra.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.4.2009 kl. 06:56

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Byggðakvótinn var og er eitt ógeðslegasta og lákúlegasta afkvæmi fiskveiðistjórnunar sjálfstæðismanna, og gerði ekkert nema sundra byggðunum en freka. Það yrði gott mál ef svo færi sem stefnt er að, að leggja hann niður og taka upp strandveiðar með handfærum í staðinn. Það færi þá frekar að færast líf í byggiðirnar og jafnræðið yrði til staðar aftur. Það er ekkert réttlæti í því að Ísafjörður fái frekar frekjukvóta (byggðakvóta) til skiptana frekar en Akranes. Í dag standa þessi byggðalög jafnfætis að vissu leiti. Öll útgerð hefur verið aflögð.

Sigurbrandur Jakobsson, 19.4.2009 kl. 19:57

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Í viðtölum mínum við fólk tengt greininni fannst mér byggðakvótinn vera umdeildur. Í afskriftum mínum úr viðtölum sem ég tók eru fleiri tugir tilvitnanna sem einmitt fjalla um skrýtna reynslu viðkomandi af byggðakvótaveitingum í þeirra sveitarfélagi. Þannig að ég styð strandveiða áform.

Anna Karlsdóttir, 19.4.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband