Leita í fréttum mbl.is

Stofnun Eimskipafélags Íslands 1914

c_users_owner_pictures_eimskipafelag_islands_700441

Laugardaginn 17. janúar 1914, var stofnfundur Eimskipafélags Íslands settur í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Hafði bráðabirgðastjórn undirbúið allt sem vandlegast og gengið frá frumvarpi til laga fyrir félagið.

Stofnfundurinn varð mönnum að óvörum svo fjölmennur, að flytja varð fundarstaðinn úr Iðnó í Fríkirkjuna. Fundurinn samþykkti einróma svofelda tillögu: Ákveðið er að stofna hlutafélag, er nefnist Eimskipafélag Íslands.

Á framhaldsfundi, sem haldinn var í Fríkirkjunni 22. janúar sama ár, voru lög samþykkt fyrir hið nýja félag og stjórn þess kosin.

Þessir hlutu kosningu af hluthöfunum á Íslandi: Sveinn Björnsson, Ólafur Johnson, Eggert Claessen, Garðar Gíslason, Jón Björnsson.

 

fyrsta stjórn eimskipafélags íslands

Þessir hlutu kosningu af hluthöfum meðal Vestur-Íslendinga: Jón Gunnarsson, Halldór Daníelsson. Jón Björnsson kaupmaður vék skömmu síðar úr sæti í stjórn félagsins fyrir Olgeiri Friðgeirssyni, sem var tilnefndur af landstjórninni, eftir að landsjóður hafði gerst hluthafi í félaginu.

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Félagsstjórninni veitist heimild til að láta byggja tvö skip til millilandaferða.

Svohljóðandi tillaga var einnig samþykkt: Félagsstjórninni veitist heimild til þess að láta byggja eða kaupa tvö strandferðaskip, ef þeir samningar verða, að landssjóður gerist hluthafi í félaginu með 400 þús. kr.

Þann 6. febrúar sama ár, skipti hin nýkjörna stjórn Eimskipafélags Íslands með sér verkum: Formaður var Sveinn Björnsson, varaformaður Halldór Daníelsson, ritari Ólafur Johnson og gjaldkeri Eggert Claessen. Framkvæmdastjóri félagsins var ráðinn Emil Nielsen, áður skipstjóri á Sterling.


mbl.is Tapa 117 milljörðum króna vegna gjaldþrots Eimskips
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Óskarsdóttir

Afi og amma áttu í þessu "óskabarni þjóðarinnar" og síðan erfðust bréfin til pabba og mömmu. Þetta hljómar allt fallega ... en fljótlega kom ljóti kolkrabbinn og hans eftirlæti og gleypti drauminn um óskabarnið. Hlutabréfin gömlu urðu í besta falli verðmætar minjar um samhug þjóðar. Nú er félagið farið þangað sem allt fer að lokum þar sem elskendurnir gróði og spilling fara hamförum. Hlutbréfin liggja þó enn falleg í skúffunni.

Jónína Óskarsdóttir, 27.8.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband