Leita í fréttum mbl.is

Yndislegur matur

Ég fæ vatn í munninn þegar ég horfi á þetta myndband. Það var tímabært að hefja hvalveiðar af fullum þunga.

Ef ekki núna þá aldrei einfaldlega vegna þeirra staðreynda sem íslenzk þjóð stendur frammi fyrir.

Mikil skortur á erlendum gjaldeyrir, fæðuskorti í hafinu og hækkandi matvælaverði í heiminum.


mbl.is 1.500 tonn af hval til Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Rétt er það Níels að hvalkjötið er herramannsmatur. Þú hefðir nú alveg getað brotið odd af oflæti þínu og minnst á hver það var sem leyfði hvalveiðarnar aftur.

Nóg ertu búinn að úthúða honum fyrir mögulega og ómögulega hluti. Menn verða nú að eiga það sem þeir eiga.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.9.2009 kl. 00:16

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Golli það má Einar K. Guðfinnsson eiga, hann leyfði hvalveiðar að nýju.

Hann á miklar þakkir skyldar fyrir það.

En hann hefði nú getað leyft þær þremur árum fyrr en skorti þor og kjark, enda maðurinn þungt haldinn ákvarðanatökufælni og lét stjórnast með daglegu aðgerðarleysi.

Þegar honum var ljóst að hann þyrfti ekki að standa fyrir máli sínu þá loks þorði hann, og í framhaldinu var honum varpað út úr ráðuneytinu.

En engu að síður þá hugsa ég hlýtt til hans Einars vegna þessa máls.

Einars verður alltaf minnst sem ráðherrans sem leyfði hvalveiðar við Ísland á ný.

Vonandi veitist okkur gæfa til að stunda hvalveiðar um alla framtíð og að þjóðin fái aldrei aftur jafn huglausan og skammsýnan sjávarútvegsráðherra líkt og Þorstein Pálsson fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins.

Níels A. Ársælsson., 26.9.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband