Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hver á að ransaka LÍÚ ?

Ljóst er eftir áralanga baráttu að íslenzk stjórnvöld, dómstólar og stofnanir sem til þess eru ætlaðar lögum samkvæmt fást ekki með nokkru móti til að ransaka eða taka á gríðarlegum fjársvikum og samráðsbrotum LÍÚ vegna sölu og leigu aflaheimilda.

Lánastofnanir íslenzkar og Fiskistofa hafa tekið fullan þátt í veðsvikunum og þjófnaðinum með háttarlagi sínu með það eitt að markmiði að koma öllum sem andæft hafa kvótakerfinu fyrir kattarnef !

Hafa íslendingar heyrt talað um Mannréttindanefnd LÍÚ ?

 


mbl.is FBI rannsakar meint efnahagsbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíndust úr reiðanum einn og einn

Í ofsaveðri 7. Apríl 1906 strandaði þilskipið Ingvar á Viðeyjarsundi. Hundruð Reykvíkinga horfðu á skipverja slitna hvern á fætur öðrum úr reiðanum og hverfa í hafrótið. Engri björgun varð við komið.

Mörg hundruð manna í Reykjavík stóðu í fjöruborðinu í Viðeyjarsundi og horfðu á úrræðalausir og áhaldalausir til björgunar, meðan skipverjarnir  tíndust úr reiðanum á Ingvari hver eftir annan. Var það slík hörmungarsjón, að hún mun aldrei gleymast þeim sem á horfðu.

Eftir því sem ég kemst næst mun atvik þetta hafa orðið upphafið af stofnun Slysavarnarfélags Íslands og hafi þar verið fremstur í flokki manna Einar Benediktsson skáld, en Einar mun hafa verið einn af þeim fjölmörgu sem urðu vitni að dauðastríði áhafnarinnar á Ingvari.


mbl.is Haldið var upp á að 80 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáráðlingur kveður sér hljóðs

Hannes Hólmsteinn Gissurason prófessor tjáir sig á blogginu í dag 29.01.2008 um álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðana í grein sem hann nefnir "Kerfið er sanngjarnt"

Eins og gefur að skilja heimilar hann engar athugasemdir við greinina enda er maðurinn ekki þektur fyrir að virða skoðanir annara og lítur á sjálfan sig sem guð almáttugan og yfir alla hafinn.

Tilvitnun í upphaf greinarinnar:

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf er enginn dómstóll, heldur getur óánægt fólk í aðildarríkjum samtakanna sent henni erindi til umsagnar. Úrskurðir nefndarinnar eru ekki bindandi og hafa ekki lagagildi. Nýleg umsögn meiri hluta nefndarinnar um íslenska kvótakerfið sýnir, að hann hefur því miður ekki kynnt sér málið nógu vel.

Tilvitnun lýkur:

Ég spyr ! Er nema von að illa sé komið fyrir Sjálfstæðisflokknum, kvótakerfinu og fiskistofnunum með slíkan öfug-ugga og hræsnara innanborðs ?


mbl.is Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlög kvótakerfisins

Brýtur brim á storðu,

bresta flestar varnir,

standa höldar tæpir,

fíklar margir blæða.

Fýla af þessu rýkur,

Hafró ei spáir góðu.

Hræðist margur feigur

storm á eftir skelli.


mbl.is Stefnt að því að endurráða 20
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenzka kvótamódelið

Líkt hafast þeir að:

Jerome Kerviel þráði viðurkenningu sem framúrskarandi verðbréfamiðlari líkt og LÍÚ þráði viðurkenningu á alþjóðavetvangi fyrir frábærasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.

Öll firring og sjálfsblekking tekur að lokum enda eins og dæmin sanna.

 


mbl.is Kerviel þráði að verða einn sá besti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sörli fann Eldeyjar hinar nýju

Við Ísland hafa neðansjávargos verið alltíð, ekki síst á Reykjaneshryggnum. Mun sjaldgæfara er þó að eyjar myndist í slíkum gosum. Í latínuriti frá 1230 er þess getið að „á vorum dögum“ hafi sjórinn ólgað og soðið og myndað stórt fjall upp úr sjónum.

Talið er að þessi lýsing eigi við gos það sem íslenskir annálar telja hafa orðið undan Reykjanesi árið 1211. Í einum annál segir um það gos:

„Sörli fann Eldeyjar hinar nýju, en hinar hurfu er alla ævi höfðu staðið.“ Þá segir frá eldsumbrotum undan Reykjanesi 1422: „Skaut þar landi upp, sem sjá má síðan þeir, er þar fara um síðan.“

Þá eru sagnir um neðansjávargos við Reykjanesskaga árið 1583 sem myndað hafi Gígeyjar og sjá má á Íslandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar. Þar er Eldey sýnd og Geirfuglasker SV af henni, en Gígeyjar SSA af Eldey.

Heimild; Sigurður Steinþórsson. 


mbl.is Snarpur skjálfti á Reykjaneshrygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíkarsonur BNA fallinn frá

Suharto

Suharto komst til valda í Indónesíu 1965 í kjölfar innanlandsóeirða. Á þeim tíma voru framin geigvænleg fjöldamorð á "kommúnistum" og veit enginn hve margir létu lífið í það skiptið.

Fyrrum herforingi úr sérsveitum Suhartos, Kopassus, hefur nefnt töluna þrjár milljónir. Síðan hafa kommúnistaflokkar verið bannaðir á Indónesíu.


mbl.is Suharto látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutinn fallinn í borginni ?

Ég fæ ekki betur séð en að meirihlutinn í 70 klukkutíma valdasetu nýrrar borgarstjórnar sé hér með fallinn.

Angurgapar og flautaþyrlur hafa í dag kveðið svo fast að orði um úthýsingu Reykjavíkurflugvallar að ekki stendur steinn við stein í málamyndarsamkomulagi Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna.

Ég minni á að það er ekki einkamál Reykvíkinga hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Landsbyggðin ræður miklu þar um og Alþingi íslendinga.


mbl.is Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmungar af manna völdum

Ofbeldisfullar veiðar á loðnu undanfarin 15 ár eru höfuðorsök fyrir hruni þorskstofnsins við Ísland en ekki veiðar sjómanna.

Það sama og gerðist við Kanada og Nýfundnaland. Þorskstofninn svalt í hel ! En áður hafði hann étið undan sér nýliðunina árum saman.

Rækjustofnanir voru étnir upp af banhungruðum þorski og hörpudiskurinn, sjá link;  (http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/186687/) hrundi með þorskinum vegna fæðuskorts sem orsakaðist af gengdarlausu drápi á loðnu.

Sjómenn vita þetta bezt ! 

Vísindamenn Hafró kalla saman ráðstefnur til þess eins að þagga bullið niður og þóknast LÍÚ og stjórnmálaöflum sem reyna að verja vitlausasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi út yfir gröf og dauða !

 


mbl.is Getum náð þorskstofninum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsgreinasamband Íslands á réttri leið

Á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands 23. jan sl, var samþykkt að óska viðræðna við forsætisráðherra og félagsmálaráðherra vegna þess alvarlega ástands sem er að skapast í fiskvinnslu. Uppsagnir og óvissa mun hafa atgerfisflótta í för með sér, sem skaða mun greinina til lengri tíma. Framkvæmdastjórnin krefst uppstokkunar á úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða og ábyrgðar í því sambandi, áður en það verður endanlega um seinan.  

 

Sjávarútvegsráðherra hvatti, í fyrra sumar, til málefnalegrar umræðu við hagsmunaaðila vegna niðurskurðar á aflaheimildum, áhrif á tekjur þeirra sem starfa í sjávarútvegi,  stöðu þjóðarbúsins og atvinnustig. Sú umræða hefur ekki farið fram að neinu gagni og ekki skilað árangi. Þær uppsagnir sem nú dynja á verkafólki í fiskvinnslu minnir enn á þá staðreynd að íslenskir kvótaeigendur, geta landað öllum afla af Íslandsmiðum hvar sem þeim sýnist, jafnvel í útlöndum, án nokkurrar samfélagslegrar ábyrgðar. Fiskvinnslufólkið situr í sárum.  Þessu ástandi verður að linna.  

Starfsgreinasambandið hefur lagt áherslu á að tryggja, með öllum ráðum, að niðurskurður aflaheimilda bitni sem minnst á fiskvinnslu innanlands, sem er hægt, þar sem verulegur aflahlutur er fluttur í gámum til vinnslu í útlöndum, - vinnslu sem vel er hægt að sinna hér heima. 

Starfsgreinasambandið óskaði samráðs stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og aðila í sjávarútvegi og vinnslu til þess að koma í veg fyrir það atvinnuhrun í sjávarplássunum, sem nú blasir við.

Ekkert hefur verið gert til að stoppa útflutning á gámafiski og engar leiðir eru sýnilegar til þess að auka veðmæti þess afla sem enn er veiddur hér á landi, m.a. með fullvinnslu innanlands og ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er engin.    

Kvótakerfið virðist ekki skila þeim árangri sem til var ætlast og það sem verra er, gríðarlegt fjármagn hefur horfið úr íslenskum sjávarútvegi á undaförnum árum m.a. vegna veðsetninga á aflaheimildum. Greinin hefur veikst og er skuldsett sem aldrei fyrr.

Nýsköpun er lítil sem engin, vísindaleg nálgun í fiskvinnslu, menntun, markaðs- og þróunarvinna er í skötulíki og framtíðarsýn óljós. Kvótabrask og græðgi hefur verið aðall greinarinnar. Heildarmannafli í sjávarútvegi og fiskvinnslu er nú um 9.000 manns og hefur fækkað um rúmlega fjögur þúsund á tæpum áratug og stefni hraðbyri niður á við. Hagræðingin og tæknivæðingin skilar sér ekki til fiskvinnslufólks, þar miðar frekar afturábak en áfram í launkjörum í samanburði við aðra hópa.  

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasabands Íslands krefst þess vegna uppstokkunar úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða í því sambandi, áður en það verður endanlega um seinan.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband