Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hin fornkveðnu orð Bólu Hjálmars eiga vel við í dag um forystu LÍÚ

Félagsbræður ei finnast þar,
af frjálsum manngæðum lítið eiga,
eru því flestir aumingjar,
en illgjarnir þeir, sem betur mega.


mbl.is LÍÚ gagnrýnir dönsk samtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augljós hægfara og kvalafullur dauðdagi

Þorsteins Más Baldvinnssonar og Samherja hf.

Nú stiknar kvikindið í sinni eigin feiti sem hann notaði á íbúa sjávarþorpanna á íslandi síðastliðin 25 ár.


mbl.is Greiðslustöðvun Stoða framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofnun Eimskipafélags Íslands 1914

eimskipafélag íslands

Laugardaginn 17. janúar 1914, var stofnfundur Eimskipafélags Íslands settur í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Hafði bráðabirgðastjórn undirbúið allt sem vandlegast og gengið frá frumvarpi til laga fyrir félagið.

Stofnfundurinn varð mönnum að óvörum svo fjölmennur, að flytja varð fundarstaðinn úr Iðnó í Fríkirkjuna. Fundurinn samþykkti einróma svofelda tillögu: Ákveðið er að stofna hlutafélag, er nefnist Eimskipafélag Íslands.

Á framhaldsfundi, sem haldinn var í Fríkirkjunni 22. janúar sama ár, voru lög samþykkt fyrir hið nýja félag og stjórn þess kosin.

Þessir hlutu kosningu af hluthöfunum á Íslandi: Sveinn Björnsson, Ólafur Johnson, Eggert Claessen, Garðar Gíslason, Jón Björnsson.

Þessir hlutu kosningu af hluthöfum meðal Vestur-Íslendinga: Jón Gunnarsson, Halldór Daníelsson. Jón Björnsson kaupmaður vék skömmu síðar úr sæti í stjórn félagsins fyrir Olgeiri Friðgeirssyni, sem var tilnefndur af landstjórninni, eftir að landsjóður hafði gerst hluthafi í félaginu.

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Félagsstjórninni veitist heimild til að láta byggja tvö skip til millilandaferða.

Svohljóðandi tillaga var einnig samþykkt: Félagsstjórninni veitist heimild til þess að láta byggja eða kaupa tvö strandferðaskip, ef þeir samningar verða, að landssjóður gerist hluthafi í félaginu með 400 þús. kr.

Þann 6. febrúar sama ár, skipti hin nýkjörna stjórn Eimskipafélags Íslands með sér verkum: Formaður var Sveinn Björnsson, varaformaður Halldór Daníelsson, ritari Ólafur Johnson og gjaldkeri Eggert Claessen. Framkvæmdastjóri félagsins var ráðinn Emil Nielsen, áður skipstjóri á Sterling.


mbl.is Eimskip flaggar íslenska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn aðal sökudólgurinn

Prófessor við Háskóla Íslands í viðtali við Fréttablaðið 13. janúar 2008. 

landráðamaðurinn og þjóðarmorðinginn ragnar árnasonRagnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kvótakerfið að sínu mati vera forsendu mikillar hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi.

Ef við afnemum kvótakerfið munum við tapa tugum milljarða á hverju ári en einnig yrðu margföldunaráhrif í gegnum allt hagkerfið. 

Ragnar segir að sérfræðingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum.

Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu.

Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum.

 


mbl.is Fjögur hundruð bloggfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tálknfirðingar kváðu niður svona afturgöngu 1696

draugur

Að mínu viti eru þarna á ferðinni afturgengnir Framsóknar-draugar sem líklega heita, Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, Sigurð Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.

Og ekki er ólíklegt að draugurinn "Glitnisbani" sé að bæra á sér upp úr gröf Samherja !

Þessa drauga þarf að kveða strax niður !

Vek athygli á eftirfarandi frásögn:

Árið 1696 lézt Bjarni Jónsson bóndi á Bakka í Tálknafirði og var hann jarðaður í kirkjugarðinum í Stóra-Laugardal.

Fljótlega eftir að Bjarni var jarðsettur fór að bera á miklum reimleikum á ýmsum bæjum í Tálknafirði. Töldu vitrir menn í Tálknafirði fyrir víst að Bjarni Jónsson hefði gengið aftur og gert fólki þessar ónáðir.

Brugðust Tálknfirðingar hart við og grófu Bjarna upp og veittu honum enn betri yfirsöng. En það kom ekki að haldi og magnaðist afturganga Bjarna til allra muna.

Fóru þá Tálknfirðingar margir saman aftur að gröfinni í annað sinn og grófu Bjarna upp. Varð þeim ærið hverft við í það skipti, því hinn dauði maður var kominn á fjórar fætur í gröfinni.

Þá gripu Tálknfirðingar til gamals ráðs og hjuggu höfuðið af karli og stungu því við þjóin. Við þessa aðgerð brá svo við að Bjarni Jónsson hefur aldrei gert vart við sig síðan.


mbl.is Lífeyrissjóðir skoða Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lestarferðir biskupsstóla til Tálknafjarðar

 

skreiðaferð

Veturinn og vorið 1701 var ein hin bágasta vertíð, sem sögur fara af, með ördeyðu á Suðurnesjum og í flestum verstöðvum fyrir vestan land.

Var hvarvetna bjargarskortur og fjöldi fólks kominn á vergang, svo að við auðn heldur á útkjálkum, en stuldir víða tíðir og óöld í landi.

Þessu fylgdi hungur og fellir á fólki, enda grimmur harðindabálkur.

Vestur á Fjallaskaga (Barða) fiskuðu vermenn ekki einu sinni sjálfum sér til viðurværis og urðu að draga fram líftóruna á soðnum hákarlsskrápum og blautum háfi, því að frekar fékkst nokkuð af því fiskakyni en öðru.

Annars var helzt, að nokkur steinbítsafli reyndist á Vestfjörðum, og fyrir þær sakir gerðust þau tíðindi, að lestir voru sendar eftir hertum steinbít og skreið í Tálknafjörð, bæði frá Skálholti og Hólum.

Voru það kostnaðarsamir aðdrættir og erfiðir fyrir menn og hesta.

 


mbl.is Ráðherrar mæta til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband