Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fjörtíu sjómenn farast í ofsaveðri

björgun reynd

Anno; 1903.

Dagana 8. – 9. marz gekk ofsaveður um mestan hluta landsins. Tvö fiskiskip frá Eyjafirði, Oak og Skjöldur, fórust í veðrinu með allri áhöfn. Voru 19 menn á Oak en 12 á Skildi. Af fiskiskipinu Valdemar úr Engey féllu þrír menn útbyrðis, tveir þeirra drukknuðu, en hinum þriðja skolaði inn aftur, hann dó þó skömmu síðar.

Af fiskiskipinu Karolínu frá Mýrarhúsum drukknuðu fimm menn, þar á meðal skipstjórinn. Af fiskiskipinu Sigríður frá Hafnarfirði féll stýrimaðurinn útbyrðis og drukknaði. Allmörg skip strönduðu í veðri þessu, en mannbjörg varð af þeim öllum.

Nóttina sem veðrið var verst, lágu Grímseyingar úti á bát við eyna og komust ekki í land fyrir ofsaveðri og brimi. Loks sleit bátinn upp, svo bátsmenn áttu ekki annan kost en að freista að hleypa undan veðrinu inn á Eyjafjörð.

Hleyptu þeir upp Grímseyjarsund og inn eftir öllum firði og lentu síðla dags á Oddeyri með heilu og höldnu. Þótti það afreksverk mikið.

 


Álagablettur á Svalþúfu

malarrif og lóndrangar

Á Svalþúfu við Lóndranga er álagablettur. Utan í þúfunni er grasbrekka og hana má ekki slá. Seinast þegar brekkan var slegin, var það gert í óleyfi Malarrifsbónda, sem á ,,þúfuna".

Afleiðing þessa varð sú, að margir sauðir lokuðust óvart inni í sauðahúsi á Malarrifi og urðu þar hungurmorða. Enginn veit af hverju álögin stafa.

Þó má vera að brekkan sé helgistaður álfa, því að eitt sinn er Margrét frá Öxnafelli, skyggn kona, fór þar hjá, sá hún hóp huldufólks í brekkunni og presta í skrúða vera að framkvæma einhverjar helgiathafnir.


Matthías og Tolstoy

 

matthías jochumsson 1Leo_Tolstoy

Reykjavík anno; 25. janúar 1906.

Um Matthísa Jochumsson er birt grein í esperantóblaðinu „Tra la mondo“ í Frakklandi, í tilefni af 70 ára afmæli hans. Er hann þar settur við hliðina á Tolstoy í bókmenntadálki blaðsins, og sóma karlarnir sér þar allvel hvor hjá öðrum. Tolstoy er nú 77 ára og töluvert ellilegri útlits en Matthías.


"Heilbrigðisnefndar -ilmur"

frakkasígur laugavegur

Reykjavík anno; 18. mai 1907.

Oft hefur heilbrigðisnefndinni  látið vel að sjá um þrifnað bæjarins. En nú er þó eins og kóróni allt, og túnbletturinn framan við menntaskólann, rétt við fjölförnustu göturnar þrjár, Bankastræti, Lækjargötu og Laufásveg, er albreiddur af samsettum jafningi af mannaskít og kúamykju, svo ófært má heita út úr húsum í hverri af þessum götum, sem vindur stendur upp á – ekki talsmál um að opnaður verði gluggi í húsi áveðurs fyrir þessum „heilbrigðisnefndarilm“ .

Vér erum löghlýðnir af náttúru og uppeldi, en fáist ekki nefndin til að ráða bót á þessu tafarlaust, þá vorkennum vér engum þeirra herra, er hér eiga hlut að máli, þótt einhver yrði til að taka einn þeirra eða fleiri og nudda trýninu á honum upp úr túninu.


mbl.is Hörmulegt ástand í stjórnsýslu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár

guðmundur kjærnested skipherra í brúnni á tý er hann lagði upp í síðustu sjóferðina sem skipherra

Ég hélt satt að segja að með því að berjast fyrir því að fá yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu væri vandinn leystur. En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vandinn hafa aukist", segir Guðmundur Kjærnested, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni.

 

„Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar", segir Guðmundur og vísar til þess að hann sé síður en svo sáttur við núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi.  

Hann telur að kerfið hafi orðið til þess að aflaheimildirnar hafi færst á hendur nokkurra útgerða og litlu sjávarplássin standi eftir meira og minna kvótalaus.

„Mér sýnist að það hljóti að vera eitthvað mikið að. Aflaheimildirnar hafa verið að minnka undanfarin ár.

Með fullri virðingu fyrir fiskifræðingunum okkar, sem ég átti ágætt samstarf við í mörg ár, þá eru þeir ennþá að notast við bók Bjarna Sæmundssonar, sem var eini fiskifræðingur landsins þegar hann skrifaði bókina, og hafa sáralitlu við hana bætt", segir Guðmundur.

„Ein af meginástæðunum fyrir því að við Íslendingar færðum landhelgina út í 200 mílur var að menn vildu forðast svokallaða ryksugutogara á miðunum, sem fóru á milli hafsvæða og þurrkuðu upp heilu fiskigöngurnar", segir Guðmundur. „Við vildum sem sagt losna við þessa togara, en ég spyr: Hvað erum við að gera í dag?

Eru ekki allir að kaupa frystitogara eða verksmiðjutogara og hætta að koma með aflann til vinnslu í landi? Á þessum skipum er umtalsverðu magni af afskurði og slógi hent fyrir borð. Það ég best veit eru verksmiðjutogarar ekki leyfðir innan 200 mílna við Bandaríkin og það sama hygg ég að sé uppi á teningnum hjá Færeyingum.

Heimild; tímaritið Ægir.


Allir kvótalausir aumingjar ýti úr vör

.............og rói til fiskjar til bjargar Hannesi !

hannes

Leigjum kvóta af "þrælaverzlun LÍÚ" og róum allt hvað af tekur og björgum bezta vini sjávarþorpanna á Íslandi !

Íslandi þúsund ár !


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutafélagið Málmur í fjárþröng

Anno 1908. 

gullverkamenn

Hlutafélagið Málmur hf, hélt nýlega aðalfund sinn. Búið er að verja 24 þús. kr. til vélakaupa og ransókna og er félagið nú komið í 4500 kr. skuld.

Leitað hefur verið álits sænsks félags, og taldi það þurfa 250 þús. til gullvinnslunnar, en það fékst ekki í Svíþjóð.

Einnig var leitað til Lundúna, en árángurslaust. Sumir fundarmenn töldu aðferðina við gullleitina hafa verið ranga. Betra hefði verið að grafa göng niður að gulllaginu í stað þess að kaupa og nota dýr borunaráhöld.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband