Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Lýst eftir Jóni Hreggviðssyni

jón hreggviðsson 2Á Öxarárþingi 1684, var Jón Hreggviðsson frá Fellöxi í Skilmannahreppi, dæmdur sannprófaður morðingi, "líflaus og ófriðhelgur, hvar sem hittast kann, utan lands eður inn an".

Jón Hreggviðsson strauk úr haldi frá Bessastöðum þar sem honum var gefið að sök að hafa myrt böðul Guðmundar sýslumann Jónssonar, Sigurð Snorrasson að nafni.

Hittist hann fyrir hér innan lands, skal hann hverjum manni óhelgur, ef hann leitast við að verja sig, og er að ósekju, "hvort hann fær heldur sár, ben eður bana".

Auðkenni Jóns Hreggviðssonar voru þessi: Í lægra lagi en meðalvexti, réttvaxinn, þrekvaxinn, fótgildur, með litla hönd, koldökkur á hárslit, lítið hærður, skeggstæði mikið, en nú afklippt, þá síðast sást, móeygður, gráfölur í andliti, snareygður og harðlegur í fasi.

 


Veiðar á loðnu og kolmunna

.....eru að útrýma ýmsum tegundum sjófugla við Ísland líkt og þorskstofninum og mörgum öðrum tegundum sjávardýra !


mbl.is Lundavarpið fyrr á ferð í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öxárþingi gefin ný öxi

öxi3Einar Þorsteinsson, sýslumaður á Felli í Mýrdal, gaf í júlí 1680 Öxárþingi nýja öxi.

Þessi rausnarlega gjöf kom strax í góðar þarfir sem vænta mátti, og var fyrstur manna höggvinn með nýju öxinni, maður að nafni Sæmundur Þorláksson úr Fljótshlíð.

Sæmundur hafði hlotið dóm fyrir að eignast barn með systrungu sinni, Hergerði Brandsdóttur og gróf hann barnið oní gólf á húsi sínu.


Hvað með Ísland ?

Er ekki mál til komið að íslenzk stjórnvöld láti til skara skríða gegn glæpa og landráðamönnunum sem lugu og sviku út nær öllum aflaheimildum sjávarbyggða og veðsettu kvótann tífallt miðað við raunvirði !

Ábending til efnahagsbrotadeildar lögreglunar og ríkistjórnar Íslands !

1. Stjórnir og framkvæmdastjórar flestra lífeyrissjóða á Íslandi.

2. Bankstjórar og stjórnir Kaupþings og Glitnis.

3. Stjórnir og framkvæmdastjórar margra sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi.

Og svo eru það þjófsnautarnir og þeir sem voru að hylma yfir með glæpamönnunum.

1. Stjórn og framkvæmdastjórn Landsambands íslenzkra útvegsmanna.

2. Stjórn og framkvæmdastjórn Sjómannasamtaka Íslands ásamt Jónasi Haraldssyni hrl.


mbl.is Fleiri hundruð fasteignasalar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tálknfirðingar kveða niður afturgöngu

legsteinarÁrið 1696 lézt Bjarni Jónsson bóndi á Bakka í Tálknafirði og var hann jarðaður í kirkjugarðinum í Stóra-Laugardal.

Fljótlega eftir að Bjarni var jarðsettur fór að bera á miklum reimleikum á ýmsum bæjum í Tálknafirði. Töldu vitrir menn í Tálknafirði fyrir víst að Bjarni Jónsson hefði gengið aftur og gert fólki þessar ónáðir.

Brugðust Tálknfirðingar hart við og grófu Bjarna upp og veittu honum enn betri yfirsöng. En það kom ekki að haldi og magnaðist afturganga Bjarna til allra muna.

Fóru þá Tálknfirðingar margir saman aftur að gröfinni í annað sinn og grófu Bjarna upp. Varð þeim ærið hverft við í það skipti, því hinn dauði maður var kominn á fjórar fætur í gröfinni.

Þá gripu Tálknfirðingar til gamals ráðs og hjuggu höfuðið af karli og stungu því við þjóin. Við þessa aðgerð brá svo við að Bjarni Jónsson hefur aldrei gert vart við sig síðan.


Maður frá Patreksfirði dæmdur fyrir að ákalla djöfullinn

PHOTO%20SAILING%20SHIP%20ESMERALDA%20TAHITI%201949Gissur Brandsson í Patreksfirði var í júlí 1692 fundinn sekur um að hafa ákallað djöfullinn. Vitni voru að því þegar Gissur viðhafði svohljóðandi orð yfir.

"Djöfullinn, hjálpa þú mér, og ef þú ert í helvíti, þá hjálpa þú mér."

Fyrir þetta tiltæki var honum dæmt húðlát í Öxarárþingi, svo mörg högg sem hann frekast kunni að bera.

Þar á ofan skyldi hann þola aðra húðlátsrefsingu jafnmikla heima í héraði og slá sig sjálfur þrjú væn högg á munninn.


mbl.is Dæmdur til dauða fyrir guðlast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni Hrafnseyrar við Arnarfjörð

09.08.2007 008

Hrafnseyri við Arnarfjörð er landnámsjörð og gamalt höfðingjasetur. Í landnámsbókum segir að fyrst hafi reist þar bústað Án rauðfeldur, Grímssonar loðskinna úr Hrafnistu í Noregien dóttursonur Án bogsveigis. Hann hafði að sögn herjað á Írland eins og víkingum var títt og fengið þar þeirrar konu er Grélöð nefndist, dóttur Bjartmars jarls. En þau fóru til Íslands,  þrátt fyrir ættgöfgi konunnar, að nema land og gerast frumbýlisfólk.

Skemmtileg frásögn hefur varðveist um bólstaðarskipti þeirra Áns og Grélaðar. Þau reistu fyrst bæ í Dufansdal, en Grélöðu geðjaðist ei sá staður, þótti þar illa ilma úr jörðu. Fluttu þau sig þá yfir fjörð og reistu bú, þar sem enn stendur bær, uppi á allháum bakka frammi við sjó, og nefndu Eyri.

Bæjarstæði er fallegt, sér þaðan til botns í Arnarfirði þar sem áin Dynjandi steypist niður af samnefndri heiði og myndar Fjallfoss, en suður og út með firði ber fyrir auga reglubundna röð fjallshnjúka allt til hafs með víkur og dali á millum eins og vígskörð í risakastala. Á þessum stað þótti Grélöðu vera hunangsilmur úr grasi.

Á Sturlungaöld bjó sem kunnugt er Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri og var höfðingi þar vestur um firði. Er höfðingjaætt hans oftast kölluð Eyrarmenn. Hrafn var sagður hinn mesti ágætismaður, lækningafróður og mikill vinur Guðmundar biskups Arasonar.

Saga hans í Sturlungasafninu minnir að vísu um sumt á hálfvæmna helgisögu; sennilega rituð af klerki og fylgismanni kirkjuvaldshreyfingarinnar og dregur mjög fram hlut Hrafns gagnvart höfuðóvini hans, hinum harðskeytta keppinaut um völdin á Vestfjörðum, Þorvaldi Vatnsfirðingi.

Mætti vel vera eitthvert samband milli hunangsilmsins sem Grélöð fann og greint er frá í landnámsbókum og hins guðhrædda biskupsvinar og góðmennis sem Hrafnssaga lýsir. En við Hrafn hefur Eyri jafnan verið kennd síðan. Þar hefur verið kirkjustaður í margar aldir og í kaþólskum sið var guðshús staðarins helgað Maríu guðsmóður og Páli postula.

Um aldamótin 1800 er Hrafnseyri samt hvorki höfðingjasetur né stórbýli, en þetta prestakall er þó í röð betri brauða. Sr. Jón Sigurðsson, afi alnafna síns „forseta“ fékk þetta prestakall 1785. Sigurður, sonur hans, varð stúdent úr Hólavallaskóla í Reykjavík 1798, en hugði ekki á eða skorti efni til framhaldsnáms við Kaupmannahafnarháskóla, heldur réðs sem vinnumaður til föður síns, uns hann var vígður aðstoðarprestur hans fjórum árum síðar, árið 1802.

Árið 1803 kvænist sr. Sigurður Þórdísi og fékk þriðjung Hrafnseyrar til ábúðar og 12 rd í árslaun. Alllöngu síðar hreppir sr. Sigurður hálfar preststekjur en fyrst árið 1821, eftir lát föður síns, fær hann veitingu fyrir öllu prestakallinu.

Af þessu sést glöggt að sr. Sigurður sættir sig framan af ævi við fátækleg kjör aðstoðarprests. Í rauninni varð hann aldrei efnaður maður, þó eflaust hafi hann bjargast vel með miklum dugnaði á þeim hallæristímum sem gengu yfir landið. Stærst verður bú hans 4 nautgripir, 60 fjár og 2 hross auk staðarkúgilda.

En í Arnarfirði var sjávarafli og margvísleg hlunnindi, selveiðar og bjargfuglatekja, ómetanleg búdrýgindi þegar lífsafkoma fólks snérist fyrst og fremst um að hafa til fæðis og klæðis. Heimilisfólk í tíð þeirra feðga, Jóns og Sigurðar, var oftast 16-20 manns. Hefur því orðið að afla mikils utan heimilis umfram það sem svo lítið bú gat gefið af sér, enda voru þeir feðgar atorkusamir mjög og héldu sig og sína fast við störf.

Sr. Jón húsaði bæ sinn allan, myndarlega eftir því sem þá var títt, á sinni presttíð. Um sr. Sigurð er sagt að hann hafi aldrei látið verk úr hendi falla. Þau Þórdís og sr. Sigurður eignuðust tvö börn auk Jóns, Jens og Margréti.


Sáttmáli við guð og menn

Mánudagurinn 16. júní 2008, er merkilegur í sögu Íslands.

Hvítabjörn gekk á land á Hrauni á Skaga.

Bærinn Finnbogastaðir í Trékyllisvík verður eldi að bráð.

Almættið virðist enn og aftur hafa spunnið sinn flókna vef og nú með því að kveikja elda kærleika í hugum fólks sem hefur örlög hvítabjarnarins í hendi sér. Skráðar eru í heimildir rétt tæplega 250 hvítbjarnakomur til landsins frá upphafi byggðar, með um 500 dýrum og er þetta í fyrsta skipti sem sögur fara af sem ákveðið er að aflífa ekki dýrið.

Trékyllisvík er sá staður sem hvað flestir hvítabirnir hafa stigið á land frá upphafi búsetu á Íslandi og eru því örlög Finnbogastaða og hvítabjarnarins á Hrauni þennan dag 16. júní 2008, merkileg í sögu þessarar þjóðar.

Ég geri það að tillögu minni að þeir vel stæðu Novators-menn sem boðist hafa til að greiða fyrir björgun hvítabjarnarins á Hrauni sýni nú einnig góðan hug sinn til Guðmundar Þorsteinssonar bónda á Finnbogastöðum og leggi honum til ekki minni upphæð í þeim miklu erfiðleikum sem að honum og sveitungum hans steðja.

Þegar svona voðalegir atburðir gerast í litlu samfélagi eins og í Árneshreppi þá snertir það alla íbúa hreppsins mjög mikið og allir eiga um sárt að binda.


mbl.is Söfnun hafin fyrir ábúandann á Finnbogastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trékyllisvík

frá ófeigsfirðiÍ klettagjánni Kistu í Trékyllisvík voru í september 1654 brenndir á báli þrír dæmdir galdramenn. Voru þeir m.a. sekir fundnir um að hafa verið valdir að einkennilegum veikindum og hneykslanlegri hegðun kvenna við messugjörðir í kirkjunni í Árnesi.

Þær voru gripnar þvílíku ofboði með froðufalli, ropi og óhljóðum, að það varð að bera allt að 12 þeirra út úr kirkjunni á einum helgum degi. Galdrafárinu linnti að vísu ekki með brennunum og árið 1670 voru tveir menn úr Trékyllisvík hýddir fyrir galdra.

Skammt fyrir norðan Árnes eru þrír klettadrangar í fjöruborðinu. Þjóðsaga segir að þar hafi dagað uppi tvö nátttröll ásamt hundi sínum, en þau voru á leið frá tröllaþingi sem haldið var á Drangajökli. Á einu tröllinu var greinilegt höfuð en það fauk af í ofsaveðri um miðja 20. öldina.
 

Uppi undir hlíðarrótum Finnbogastaðafjalls í Trékyllisvík er hóll sem kallaður er Kleppa. Þar undir liggur tröllkonan Kleppa, en sögualdarpersónan Finnbogi rammi á að hafa spyrnt yfir hana skriðu til að hefna sín á henni. Aðrar sagnir segja að Kleppa hafi búið í hólnum.

Heimild; Ferlir.


mbl.is Eldur kom upp á Finnbogastöðum í Trékyllisvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband