Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Kosningavíxill Sjálfstæðisflokksins

brú á síðutogara

Hann gæti orðið hár kosningavíxill Einars K. Guðfinnssonar fyrrum sjávarútvegsráðherra.

Ekki er útséð með hvaða afleiðingar hvalveiðar hafa fyrir Ísland og því eðlilegt að Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra vilji slá varnagla vegna heildarhagsmuna þjóðarinnar.

Ég er eindregið fylgjandi hvalveiðum en ég er ekki sáttur við hvernig Einar K. Guðfinnsson af sínu landlæga hug og aðgerðarleysi stóð að þessum málum.

Ég vildi gjarnan sjá hvað LÍÚ og aðildarfélög hafa greitt í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins síðan 1990 eftir að frjálsa framsalinu var komið á í kvótakerfinu.

Og hér getum við séð allt um mestu svífyrðu íslandssögunar og Sjálfstæðisflokksins.

Læt fylgja hér fyrir neðan grein eftir vin minn og félaga Lýð Árnason sem birtist á blogginu hans í nótt lydurarnason.blog.is undir heitinu;

sjómaður

VONT OG ÞAÐ VERSNAR

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30 kúlur frá einni aðalgrúppunni rétt fyrir lokun.

Löglegt því lögin komu 3 dögum síðar.

En eins og þegar upp kemst um barnaníðing er það sjaldnast á fyrsta verki.

Í skjóli bókhaldsleyndar má álykta sem svo að fleiri kúlur frá fleiri aðilum hafi rúllað þessa slóð þó einungis þessar 30 séu staðfestar.

Athafnafrelsið sem fjármálageirinn naut fyrir tilstuðlan sjálfstæðisflokksins hlaut að mega reikna til endurgjalds.

Eða eins og Lennon orðaði það:

"If you scratch my back I´ll scratch yours".

Ekki yrði ég hissa þó fleiri hagsmunaaðilar hafi fetað sömu braut eða hverra hagsmuna gæta sjálfstæðismenn nú með málþófi sínu á alþingi?

Allt gert til að koma í veg fyrir þann augljósa þjóðarbúhnykk á stjórnarskrá að koma auðlindum landsins óvéfengjanlega í þjóðareigu.

Þessu hafna sjálfstæðismenn og segja tímann nauman, hafa þó haldið úti verklausri stjórnarskrárnefnd í allmörg ár.

Þykir mér líklegt að fyrrum leiðtogar þessa merka stjórnmálaflokks liggi engir ósnúnir í gröfum sínum.


mbl.is Ráðherra geti stöðvað veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að setja þorsk í bræðslu ?

makrel_circle_2

Ef það er vandamál fyrir íslenzkar útgerðir að vinna makríl til manneldis vegna mikils meðafla af síld við veiðarnar þá verður sjávarútvegsráðherra að beita reglugerðarákvæðum og loka öllu veiðisvæðinu.

makrel_1

Að veiða makríl í skepnufóður er glæpur sem er engu betri en ef þorskur væri settur í gúanó til bræðslu.

Svipað eða hærra verð fæst fyrir afurðir makríls til manneldis og þorsks.

Þetta kallar LÍÚ ábyrga fiskveiðistjórnun byggða á skynsamri nýtingastefnu bezta kvótakerfis í heimi. Halelúa !


mbl.is Engin vísindarök að baki makrílkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Járnfrúin bullar tóma steypu

gústi og járnfrúin

Það er ekkert mark takandi á Guðrúnu Lárusdóttur járnfrú frekar en öðrum einstaklingum í stjórn LÍÚ.

Allt þetta lið er bullandi meðvirkir kvótafíklar sem sjá ekkert annað en eigin hag og er skítsama um hagsmuni þjóðarinnar.

Ekki eru mörg ár síðan Guðrún Lárusdóttir seldi frá sér kvóta fyrir nokkra milljarða sjá hér til Nesfisks hf, sem vísast hefur fengið allt kaupverðið að láni hjá Glitni eða Landsbankanum.

Nú situr almenningur á Íslandi uppi með þessi sömu lán og er nær öruggt að þau verða aldrei greidd til baka.

Spurningin er þá þessi:

Ætlar Guðrún Lárusdóttir að skila ríkissjóði peningunum ?

Þetta kallar LÍÚ hagkvæmasta kvótakerfi í heimi sem sé byggt á skynsamlegri græðgi og fyrirlitningu fyrir almenningi og ófæddum kynslóðum.

Heill sé þér Guðrún bráðum áttræðri og farðu vel með peninga sona okkar dætra þegar þar að kemur á nýjum fiskimiðum.


mbl.is Ávísun á fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpsamlegur sóðaskapur flottrollsskipa

molmunni og meðafli

Á meðfylgjandi mynd sem birtist með viðhengdri frétt má sjá slatta af bolfiski sem flýtur ofan á kolmunna um borð flottrollsskipi.

Þetta kallar LÍÚ ábyrga fiskveiðistjórnun byggða á skynsamri nýtingastefnu bezta kvótakerfis í heimi. Halelúa !


mbl.is Reynt við kolmunnann að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pollachius virens

ufsi 2

Heimkynni ufsans eru í Norður-Atlantshafs. Í Norðaustur-Atlantshafi er norðan frá Barentshafi suður í Biskajaflóa. Í Norðvestur-Atlantshafi finnst hann við Grænland og við austurströnd Norður-Ameríku frá Hudsonsundi suður til Norður-Karólínu. Ufsinn er allt í kringum Ísland en mun algengari í hlýja sjónum sunnan- og suðvestanlands en undan Norður- og Austurlandi.

ufsi

Ufsinn er ýmist uppsjávar- eða botnfiskur. Hann er á öllu dýpi frá yfirborði og niður á 450 metra dýpi en er algengastur niður á 200 m. Hann heldur sig yfirleitt í 4-12°C heitum sjó. Hann er gjarnan upp um allan sjó og yfir grýttum botni og sandbotni, en einnig yfir kóröllum og svampbotni en síður á leirbotni. Ufsinn fer oft um hafið í stórum torfum í ætisleit og merkingar sýna að mikill flækingur er á honum. Hann flækist m.a. frá Íslandi til Færeyja, Noregs, Skotlands og suður í Norðursjó og ufsar heimsækja okkur frá Noregi og Færeyjum.

útbreyðsla pollachius virens

Fæða ufsans er breytileg eftir stærð. Seiðin éta fyrst einkum burstaorma, rifhveljur og krabbaflær. Ljósáta er yfirgnæfandi hjá uppvaxandi og meðalstórum (70 cm) ufsa. Aðalfæða fullorðins ufsa er loðna og ljósáta en auk þess étur hann ýmsa fiska eins og sandsíli, kolmunna, spærling og ýsu. Ýmisir fiskar og fuglar éta seiði og ungviði ufsans en fullorðnir ufsar eru aðallega étnir af hákarli, sel og tannhvölum.

flattur og saltaður ufsi

Vöxtur ufsans er allhraður fyrsta árið. Þegar seiðin eru 4-5 mánaða gömul eru þau um 5-6 cm. Ársgömul hafa þau náð 10-25 cm lengd og tveggja ára smáufsi er 28-42 cm og þá leitar hann á veturna út á dýpra vatn. Ufsinn verður kynþroska 4-7 ára, flestir 5-6 ára og hann getur orðið 25-30 ára gamall.


mbl.is Ufsi veldur kinnroða meðal enskra neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband