Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Hvađa er búrtík ?

íslenzkir fjárhundar

Sá var háttur heldri húsmćđra í sveit í gamla daga ađ koma sér upp duglegri búrtík. Til ţess var ađ jafnađi valinn bitagjarnasti og grimmasti hundurinn á bćnum. Honum voru ađ jafnađi gefnir bestu bitarnir úr búrinu og átti ţar á móti ađ varna ţví ađ ađrir kćmust ţar ađ.

Á einni af ferđum sínum kom Bólu-Hjálmar ađ slíkum bć, en var ekki kunnugur húsaskipan og villtist í búriđ, og ekki var ađ sökum ađ spyrja. Bútíkin birtist urrandi međ uppbrett trýniđ og beit Hjálmar í kálfana. Ţá varđ Hjálmari ađ orđi:

Ólán vex á illum reit

ei voru leiđir kunnar.

Mig í kálfa báđa beit

búrtík húsfreyjunnar.

Húsfreyja heyrđi tiltaliđ og hótađi Hjálmari öđru harđara, ţó ekki verđi ţađ tíundađ hér.

Úr grein eftir Pétur Bjarnason.


Enn sígur á ógćfuhliđina hjá Vestfirđingum

hornvík og hćlavíkurbjarg

Samkvćmt tölum Hagstofunar bjuggu í lok annars ársfjórđungs ţessa árs (2011)  7.090 manns á Vestfjörđum og hafđi ţeim fćkkađ um 50 frá fyrsta ársfjórđungi.

Samkvćmt tölum Hagstofunnar hafđi fćkkađ um tíu í Bolungarvík, tuttugu í Tálknafjarđarhreppi, tíu í Reykhólahreppi, tíu í Vesturbyggđ og tíu í Súđavíkurhreppi. Í Ísafjarđarbć hafđi íbúum hinsvegar fjölgađ um tuttugu frá fyrsta ársfjórđungi.

Launatekjur á Vestfjörđum eru međ ţeim lćgstu á landinu eđa einungis 87% af landsmeđaltali.

Telja má fullvíst ađ enn frekari fćkkun verđi á Vestfjörđum á nćstu mánuđum og misserum ţar sem íbúarnir treysta ekki lengur loforđum stjórnmálamanna um breytingar á kvótakerfinu og ađ mannréttindi íbúanna verđi virt.

Í nýlegri skođanakönnun kom fram ađ 98% ungs fólks ćtlar ađ leita ađ störfum erlendis, ţađ sér ekki framtíđ sína í fiskvinnslu og landbúnađi, enda launin svo lág ađ fólk vill frekar vera á atvinnuleysibótum en vinna ţar. Ţađ eru ekki einungis atvinnulaust fólk sem er ađ fara ţađ er frekar velmenntađ fólk sem lćtur ekki bjóđa sér svona ţjóđfélag.

 


Sćvar Ciesielski er látinn

sćvar og erla

Sćvar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn ađfaranótt miđvikudags. Hann hafđi veriđ búsettur ţar um skeiđ. Sćvar var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut ţyngsta dóminn, ćvilangt fangelsi í hérađsdómi.

Hćstiréttur mildađi dóminn í sautján ár og sat Sćvar inni í níu ár. Eftir ađ hann losnađi úr fangelsi, áriđ 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt ţví alla tíđ fram ađ á honum hefđi veriđ framiđ réttarmorđ. Áriđ 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ćtíđ veriđ hafnađ.

Ţćttir úr ćvi Sćvars voru skrásettir í bókinni Stattu ţig drengur eftir Stefán Unnsteinsson sem kom út áriđ 1980. Ţar lýsir Sćvar barnćsku sinni, en hann dvaldi međal annars í Breiđavík. Í skýrslu nefndar um áfangaheimiliđ í Breiđavík er bókin sögđ mikilvćg heimild um ástandiđ ţar.

visir.is segir frá.


Birna Rán

Birna Rán 2

Birna Rán 4

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ţeir verđa ekki öllu fallegri íslenzku sjóararnir.

Međfylgjandi myndir eru af Birnu Rán Tryggvadóttur og fengnar ađ láni međ leyfi höfundar á bloggsíđu Bent.


Mörgum oft ađ máltíđ

roi_ut_i_grottu.jpg

Ţaraţyrslingurinn óđ hér upp í landsteina í sumar, var hann međ mesta móti og varđ mörgum oft ađ máltíđ.

Tilvitnun: Úr annál ársins 1918 sem birtist í Lögréttu og ritađur var af Jóni Ţorbergssyni.

Hvert á ađ senda reikninginn ? Í landi er leynilögregla til ađ hafa upp á ţjófum, og vísindarmenn sitja á rökstólum til ađ rannsaka pest í sauđkindum.

Mundi ţađ móđga nokkurn ef komiđ vćri á leynilögreglu og vísindastofnun til ađ rannsaka hvernig úngir glađir og hraustir menn eru dregnir unnvörpum niđur á hafsbotn á hverju ári ?

Ţađ hefur laungum ţótt mannlegt á Íslandi ađ sigla manndrápsfleytu í tvísýnu, láta slarka, láta slag standa, komast af ef ekki brá útaf, fara annars til botns og fá eftirmćli og táramessu.

Tilvitnun: "Sjálfsagđir hlutir" , Halldór Laxnes.


mbl.is Úttekt gerđ á gćđum strandveiđiaflans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband