Leita í fréttum mbl.is

Flóki Vilgerðarson

minnisvarði um flóka vilgerðarson og menn hans reistur í vatnsfirði 1974

Norðmaðurinn Flóki Vilgerðarson, oftast nefndur Hrafna-Flóki, kom að landi í Vatnsfirði á Barðaströnd að talið er árið 860 og voru í fylgd með honum tveir norskir bændur er nefndir voru Þórólfur og Herjólfur.

Flóki gekk upp á fjall eitt í Vatnsfirði og sá þá ofan í annan fjörð, líklega Arnarfjörð, og var hann fullur af hafís.

Landnáma segir að eftir þetta hafi Hrafna-Flóki og menn hans nefnt landið Ísland.

Hrafna-Flóki hafði litlar mætur á landinu. Í Landnámu segir að hann hafi siglt aftur til Noregs með mönnum sínum.

Og er menn spurðu af landinu, þá lét Flóki illa yfir, en Herjólfur sagði kost og löst af landinu, en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu, því er þeir höfðu fundið; því var hann kallaður Þórólfur smjör.

Samkvæmt Landnámu voru það því Hrafna-Flóki, Þórólfur og Herjólfur sem nefndu landið fyrst Ísland.


mbl.is Ísland bar nafn með rentu á „litlu ísöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband