Leita í fréttum mbl.is

Úthafs - rækjan gefin frjáls - tekin út úr kvóta

appelsínu rækjur
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að gefa úthafsrækjuveiðar frjálsar á komandi fiskveiðiári. Forsendan er sú að ekki hafi verið veitt upp í útgefið aflamark á neinu fiskveiðiári frá fiskveiðiárinu 2000/01.

Þessi ákvörðun er tekin til eins árs og henni er ætlað hvetja til betri nýtingar á úthafsrækjustofninum og þannig verði sem mestum verðmætum náð, segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Í lok ársins verði staðan svo endurmetin.

Gert er jafnfram ráð fyrir að lagt verði fram frumvarp á haustþingi um stýringu rækjuveiða fiskveiðiárið 2010/11.

 Í fréttinni er vísað til skýrslu starfshóps ráðuneytisins um veiðar á úthafsrækju frá yfirstandandi ári en þar segir m.a.:

 besti sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra frá stofnun lýðveldisins ísland

“Að framansögðu virðist sem sóknarstýring gæti hentað við veiðistjórnun á úthafsrækju og myndi það líklega vinna gegn því að heimildir döguðu uppi í lok fiskveiðiárs, auk þess sem slík stýring byggir ekki á aflamarki sem leitt getur til millifærslu bolfisks.

Einnig myndu afleiðingar óvissu í stofnmati á úthafsrækju væntanlega verða minni. Með sóknarstýringu á rækjuveiðum yrði upphaflega miðað við sóknartíma á tilteknu viðmiðunartímabili og sóknin stillt þannig við innleiðingu kerfisins að talið yrði að stofninn þyldi vel álagið.

Eftir því sem rækjukannanir og afli á sóknareiningu í veiðunum breyttust sveiflaðist aflinn, en eðlilegast væri að skilgreina viðmiðunarmörk í afla á sóknareiningu eða í stofnmælingu sem kveði á um hvernig dregið yrði úr sókn eða hún aukin eftir mældum stærðum.”

Síðan segir í niðurstöðum vinnuhópsins:

 “Með sóknarstýringu á úthafsrækjuveiðum mætti vinna gegn því að heimildir til úthafsrækjuveiða döguðu uppi. Um allverulega kerfisbreytingu yrði að ræða sem krefðist breytinga á löggjöf."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband