Leita í fréttum mbl.is

„Vituð ér enn…“

sverrir hermannson

Hinn 17. nóvember 2004 birti höfundur grein, þar sem stóð m.a.: „Í Morgunblaðinu 27. okt. sl. beindi undirritaður þeirri fyrirspurn til fjármálaráðherra hvert hefði verið söluverð eignarhluta Landsbanka Íslands í Vátryggingafélagi Íslands, sem seldur var í aðdrögum að sölu bankans.

Ráðherrann svaraði strax daginn eftir og kvað sér ljúft að upplýsa að hlutur ríkisins í Landsbankanum hefði ekki heyrt undir fjármálaráðherra heldur viðskiptaráðherra.

Í lok svarsins segir ráðherra: ,,Ég hefi ekki upplýsingar um umrætt söluverð en tel víst að það hafi verið í samræmi við markaðsverð þessara bréfa á þeim tíma."

Ráðherrann „telur víst" en veit ekki um milljarðasölu á eign Landsbankans í VÍS, þótt bankinn væri hér um bil allur í eigu ríkisins.

Eins og fram kom í fyrirspurn greinarhöfundar, þurfti hann engar upplýsingar um að salan var á hendi bankamálaráðherra Framsóknar. Né heldur hverjir sáu um söluna fyrir hönd ráðherrans.

Þaðan af síður hverjir keyptu. Hann var aðeins að spyrja gæzlumann landsins kassa um hvað hefði komið í þann sjóð við fyrrgreinda sölu.

Staðreyndir málsins eru þessar: Bankamálaráðherrann bar ábyrgð á sölunni. Um söluna önnuðust bankaráðsmennirnir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og sérleg senditík Finns Ingólfssonar, Helgi Guðmundsson.

Kaupandi var hinn svokallaði S-hópur ,,sem á rætur sínar að rekja til Sambands íslenzkra samvinnufélaga (SÍS)", sbr. Morgunblaðið 26. okt. sl. bls. 13, þar sem fyrirsögnin hljóðar: ,,VÍS yfirtekið og afskráð"."

Spurningunni, sem fjármálaráðherra kunni ekki svar við, hefir verið svarað fyrir margt löngu. S-hópurinn keypti VÍS-bréfin á 6,8 milljarða. Tæpum fimm árum síðar seldi hópurinn bréfin fyrir 31,5 milljarða króna.

Það er ekki von að fjármálaráðherrann vildi vita neitt um þessa frægu sölu á ríkiseign.

Þetta er eitt af dæmunum um hvernig framsóknarmenn mökuðu krókinn undir forystu Halldórs Ásgrímssonar með vitund og vilja Sjálfstæðisflokksins.

Grein úr Fréttablaðinu eftir Sverrir Hermannsson fyrrum þingmann og ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband