Leita í fréttum mbl.is

Runólfur liggur í hórdómi.

Ingibjörg skilur við mann sinn, anno-1470.

páfi

Ingibjörg Einarsdóttir kærði fyrir biskupi 7. nóvember í Mikklagarði í Skagafirði framferði bónda síns, Runólfs Höskuldssonar, og fór fram á skilnað við hann.

Hún kvað hann hafa legið í hórdómi um langan tíma og átt sex börn með öðrum konum, fimm með Halldóru Þórðardóttur og það sjötta með Þórdísi Guðmundsdóttur. Samtímis hefði hann forsmáð hana og vanrækt þannig að hún hefði enga skyldu fengið sem honum bar að veita henni, hvorki samvistir né mat og klæði fyrir sig og börn þeirra hjóna. Öll loforð um að uppfylla skyldur sínar hefði hann svikið.

Af þessum ástæðum biður Ingibjörg biskup að skilja sig frá hjónalagi við Runólf Höskuldsson og lofar Ólafi biskupi með handabandi að hún skuli halda hreinlífi svo og að hafa engan mann meðan Runólfur Höskuldsson lifir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband