Leita í fréttum mbl.is

Stórt framfaramál í höfn - allt eftirlit til ríkisins

sjávarréttir
Matvælastofnun, MAST hefur tilkynnt skoðunarstofum að stofnunin muni ekki fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með sjávar­útvegs­fyrirtækjum frá og með 1. mars 2011.

 

Með ákvörðun sinni hafa stjórnvöld hafnað vilja Landsssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Samtaka fiskvinnslustöðva (SF), Samtaka atvinnulífsins (SA) og tilmælum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, um að viðhalda ætti núverandi skoðunarstofufyrirkomulagi í sjávarútvegi og ákveðið að snúa alfarið til ríkisrekins eftirlits, að því er segir á vefsíðu LÍÚ.

sjávarréttir 2

,,Allt fá því fyrsta matvælafrumvarpið var lagt fram á Alþingi vorið 2008 hafa LÍÚ ásamt SF og SA lagt til að núverandi skoðunarstofufyrirkomulag í sjávarútvegi haldi sér.

Samtökin hafa vísað til þess að skapast hafi löng reynsla af þjónustu skoðunarstofa, almenn ánægja hafi verið með þetta fyrirkomulag í greininni,” segir á vef LÍÚ og bætir við:

,,Í reglum ESB er heimildarákvæði um að stjórnvaldi sé heimilt að framselja framkvæmd eftirlitsins til faggilts aðila, en ágreiningur hefur verið um túlkun reglna ESB að þessu leyti.

Frétt af skip.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband