Leita í fréttum mbl.is

Runólfur handtekinn fyrir hórdóm.

Biskup lætur handtaka hórkarlinn Runólf, anno-1471.

RunólfurRunólfur féll til fyrra hórdæmis með Halldóru. Lá nakinn undir einum klæðum með henni í kirkjunni á Bakka.

 

Ólafur biskup á Hólum hefur enn á ný haft afskipti af kvennamálum Runólfs Höskuldssonar. Tólf presta dómur biskups á Hrafnagili í Eyjafirði 28. september sl. staðfesti þá ákvörðun biskups að láta fanga Runólf undir kirkjunnar geymslu og skriftir.

Segja þeir að Runólfur hafi rofið sína sátt og loforð við biskupinn og heilaga kirkju og ei haldið þær skriftir sem honum voru settar fyrir það hórdæmi sem hann hafði í fallið með Halldóru Þórðardóttur en gengið aftur til sömu syndar með henni eftir hennar sögn og meðkenningu. Hann lá nakinn undir einum klæðum hjá henni í kirkjunni á Bakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband