Leita í fréttum mbl.is

KVÓTAKÓNGASONNETTAN

fiskur greiddur úr netum

Það er til þjóð sem reisir vönduð vígi

og verndar einkum níðingana sína

er þegna hennar kvótakóngar pína

og kúga sérhvert barn með hreinni lygi.

 

Og þjóðin á í hafsjó fjársjóð fiska

sem fáum mönnum þó er leyft að veiða

og sama fólk fær auðlindum að eyða,

það er sem finnist hvergi nokkur viska.

 

Því þjóðin lætur gráðugt glæpahyski

við gnægtaborðið aleitt jafnan sitja

en lýðnum býðst frá hungri hægur batinn

ef hrekkur lítill brauðmoli af diski.

Og þegar kóngar heimskra hópa vitja

fólk hneigir sig og þakkar fyrir matinn.

hópa vitjafólk hneigir sig og þakkar fyrir matinn.

Höfundur Kristján Hreinsson.


mbl.is Hagnaður sjávarútvegs eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

he he he he....góður Nilli.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 13:41

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Kristján Hreinsson er snilldarhagyrðingur.

Ingvi Rúnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 14:28

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Góður Hreinsmögur alltaf.

Valmundur Valmundsson, 1.2.2011 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband