Leita í fréttum mbl.is

Ađ veđsetja eigur annara

fiskimađur 1-1
Hugsum okkur mann, sem tekur bíl á leigu á mánudagsmorgni.
 
Hann fćr bílinn afhentan til leigu í fimm daga og greiđir t.d. 100 ţúsund krónur fyrir fram fyrir leiguna til föstudagskvölds, eđa 20 ţúsund krónur á dag.
 
Ţađ, sem hann hefur í reyndinni keypt, er skírteini, sem veitir honum rétt til ađ nota bílinn í fimm daga.
 
Skírteiniđ, ţađ er leiguréttinn, getur mađurinn međ leyfi bílaleigunnar framselt til annars manns, sem tekur ţá á sig skuldbindingu hins fyrr nefnda, ţađ er skylduna til ađ skila bílnum óskemmdum í vikulok.
 
Skírteiniđ er 100 ţúsund króna virđi á mánudagsmorgninum og 80 ţúsund króna virđi á ţriđjudagsmorgni, ţví ađ ţá eru ađeins fjórir dagar eftir af leigutímanum.
fiskimađur 1-2
Leigutakinn gćti hugsanlega fariđ í bankann sinn beint úr bílaleigunni á mánudeginum og tekiđ lán til fjögurra daga ađ upphćđ 20 ţúsund krónur og lagt skírteiniđ frá bílaleigunni ađ veđi međ leyfi bílaleigunnar.
 
Standi lánţeginn ekki í skilum viđ bankann á fimmtudeginum, yfirtekur bankinn skírteiniđ, sem er ţá 20 ţúsund króna virđi og veitir bankanum afnot af bílnum á föstudeginum.
 
Bankinn vill ekki veita hćrra lán en 20 ţúsund krónur međ veđi í leiguskírteininu vegna ţess, ađ andvirđi ţess er komiđ niđur í 20 ţúsund krónur á fimmtudeginum.
 
Ađeins óábyrgur eđa óheiđarlegur bankastjóri myndi veita 100 ţúsund króna lán međ veđi í leiguskírteininu, ţví ađ veđiđ myndi ţá ekki bćta bankanum nema ađ 1/5 hluta vanskil á láninu.

fiskimađur 1-3
Hugsum okkur nú annan mann í sömu sporum. Hann fer beint í bankann sinn á bílnum, sem er fimm milljóna króna virđi, og tekur lán til fjögurra daga ađ upphćđ fimm milljónir króna og 20 ţúsund.
 
Hann veđsetur ţannig bílinn fyrir fimm milljónir og leiguskírteiniđ fyrir 20 ţúsund.
 
Ef hann stendur í skilum viđ bankann á fimmtudeginum, hefur hann fengiđ afnot af fimm milljónum og 20 ţúsundum betur í fjóra daga og er ađ ţví leyti betur settur en hefđi hann tekiđ ađeins 20 ţúsund krónur ađ láni međ skírteiniđ eitt ađ veđi.
 
Standi hann á hinn bóginn ekki í skilum viđ bankann á fimmtudeginum, getur bankinn gengiđ ađ manninum og tekiđ af honum leiguskírteiniđ, sem er 20 ţúsund króna virđi.
fiskimađur 1-4
Bankinn getur ekki gengiđ ađ bílaleigunni, enda hefđi hún aldrei veitt leigutakanum heimild til ađ veđsetja bílinn. Bankinn tapar ţví fimm milljónum.
 
Ţannig hefur leigutakanum tekizt ađ ná fimm milljónum króna af bankanum í gegnum bílaleiguna.

Ekki bara ţađ. Leigutakinn í dćminu hefur berlega framiđ umbođssvik í skilningi 249. greinar hegningarlaga, en ţar segir:
 
„Ef mađur, sem fengiđ hefur ađstöđu til ţess ađ gera eitthvađ, sem annar mađur verđur bundinn viđ, eđa hefur fjárreiđur fyrir ađra á hendi, misnotar ţessa ađstöđu sína, ţá varđar ţađ fangelsi allt ađ 2 árum, og má ţyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt ađ 6 ára fangelsi.“
fiskmarket1
Í ţessu felast ţau augljósu sannindi, ađ engum má haldast uppi ađ veđsetja eigur annarra í leyfisleysi.

Ţessi einfalda dćmisaga lýsir hugsuninni á bak viđ auđlindaákvćđiđ í frumvarpi Stjórnlagaráđs til nýrrar stjórnarskrár.
 
Ţar segir: „Auđlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ćvarandi eign ţjóđarinnar.
 
Enginn getur fengiđ ţćr, eđa réttindi tengd ţeim, til eignar eđa varanlegra afnota og ţví má aldrei selja ţćr eđa veđsetja.
fiskmarket 2
Í ţessum orđum felst, ađ skip međ kvóta megi veđsetja ađeins upp ađ ţví marki, sem nemur verđmćti skipsins sjálfs og veiđiréttarins međ leyfi eigandans, ţađ er almannavaldsins í umbođi ţjóđarinnar.
 
Í frumvarpinu segir einnig:
 
„Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eđa hagnýtingar auđlinda eđa annarra takmarkađra almannagćđa, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn.
 
Slík leyfi skal veita á jafnrćđisgrundvelli og ţau leiđa aldrei til eignarréttar eđa óafturkallanlegs forrćđis yfir auđlindunum.“

eiríkur finnsson
Hugsum okkur loks útvegsmann, sem kaupir fiskiskip međ kvóta, ţađ er réttinn til ađ veiđa 120 tonn af fiski á einu ári eđa tíu tonn á mánuđi.
 
Hugsum okkur, ađ skipiđ sjálft sé 20 milljóna króna virđi og aflinn 120 milljóna virđi.
 
Taki útgerđarmađurinn lán í banka til eins árs međ veđi í skipi og veiđirétti, myndi gćtinn bankastjóri ekki lána manninum meira en 20 milljónir.
 
Ţađ stafar af ţví, ađ standi lántakandinn ekki í skilum ađ ári, getur bankinn ađeins tekiđ yfir skipiđ, en ekki kvótann, ţví ađ hann er uppveiddur eftir áriđ og einskis virđi.
lúđuveiđar
Banki, sem lánar manninum 140 milljónir út á skip og kvóta viđ upphaf árs, getur ađ ári liđnu ađeins endurheimt 20 milljónir og tapar 120 milljónum.
 
Í ţessu dćmi hefur útvegsmanninum tekizt ađ ná 120 milljónum króna af bankanum í gegnum kvótann.
 
Svikull bankastjóri gćti séđ sér hag í slíkum viđskiptum, einkum ef ríkiđ tekur á sig tapiđ á endanum.
 
Af ţessu má ráđa hćttuna, sem fylgir langtímaleigu aflaheimilda, sé ekki tekiđ fyrir veđsetningu ţjóđareignarinnar.
sjómenn 1-1
Sé kvóta úthlutađ til margra ára í senn, margfaldast tapiđ, sem viđskipti af ţessu tagi geta lagt á bankann og ađra, ţar á međal lánardrottna og hluthafa bankans og skattgreiđendur.
 
Sjávarútvegsfyrirtćki ţurfa ađ lúta sömu lögum og önnur fyrirtćki og annađ fólk.
 
Engum má haldast uppi ađ veđsetja eigur annarra án leyfis.
 
Grein eftir Ţorvald Gylfason.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Góđur

Magnús Jónsson, 11.8.2011 kl. 23:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband