Leita í fréttum mbl.is

Kofi Annan: Farið og breytið heiminum!

koffi_annan_fao_432

Tilv. Annan segir að það sé nauðsynlegt að bera virðingu fyrir lýðræðinu, lögum og mannréttindum og að viðurkenna að við getum sigrast á vandamálum þessu saman.

Verði ekkert að gert muni það vera sameiginlegt tap. Hann segir það vera nauðsynlegt að þjálfa hagfræðinga sem geta tekið á hagfræði með mannréttindi að leiðarljósi. Heimurinn getur ekki bara hagnast þeim sem eru ríkir og hafa forréttindi.

Tilv, lýkur.

Íslenzk stjórnvöld ættu að láta þessi orð Kofi Annan sér að kenningu verða.

Íslenzk stjórnvöld hafa ekki enn lyft litla fingri til að bregðast við álit Mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá því í desember 2006.

Íslenzk stjórnvöld brjóta mannréttindi og kúga sjómenn hvern einasta dag og að því virðist ætla sér að halda því áfram út yfir gröf og dauða.

Ástæðan: Takmarkalaus hræðsla ráðherra ríkistjórnarinnar við LÍÚ og bankanna.


mbl.is Brúa verður bil milli ríkra og fátækra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við verðum sjálf að vera þannig sem við viljum að heimurinn virki. Það er rétt hjá þessum manni.

Allir eiga jafnan rétt á menntun, en ekki bara þeir sem eiga auðvelt með að læra og eru nógu efnaðir til að öðlast menntun, því lífsafkoma og vinnuframlag fólks er launað og metið eftir menntun, stöðu í þjóðfélaginu og prófgráðum, en ekki metin og launuð eftir dugnaði og heiðarleika!!!

Að vera samkvæmur sjálfum sér og heiðarlegur er grunnur að réttlátum heimi, en þó eru þessar dyggðir einskis metnar á launaskránum.

Sá sem ekki fer eftir þessum nauðsynlegu lífsreglum, sem eru heiðarleiki og dugnaður, er að viðhalda spillingu, tortryggni og tortímingu á lífsskilyrðum allra á jörðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2011 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband