Leita í fréttum mbl.is

Mai-garðurinn 1897

skútur 1-4

Þetta stanslausa áreiti frá LÍÚ sem dynur á landsmönnum er orðið svo þreytandi að ég ætla að reyna að leggja mitt af mörkum til að lina þjáningar fólks með smá fróðleik úr fortíðinni.

Gjörið svo vel.

Hinn 1. mai 1897 brast á ofsabylur með hörkufrosti, norðanstórviðri og fannkomu. Einkum var veðrið óskaplegt úti fyrir Vestfjörðum, en á þeim slóðum var nær allur vestfizki og norðlenzki flotinn.

Telja margir gamlir menn vestra, að 1. maí-garðurinn sé hið versta áhlaup, sem þeir hafa nokkru sinni lent í. Það voru heldur engin smáræðis skörð, sem höggvin voru í skipastólinn í veðri þessu. Fimm þilskip fórust með allri áhöfn, og verður þeirra nú getið.

Draupnir 20 tonna hákarlaskip frá Akureyri, eign Gránufélagið. Með Draupni fórust átta menn, þar á meðal skipstjórinn, ungur maður og bráðefnilegur, Jón Jónsson frá Pétursborg í Kræklingahlíð, ásamt þremur yngri bræðrum sínum. Móðir bræðranna fjögra var fátæk ekkja sem fáum árum fyrr hafði misst mann sinn í sjóinn, tvo bræður og tvo móðurbræður. Aleiga hennar voru synirnir fjórir, sem á Draupni silgdu.

Stormur 22 tonna hákarlaskip frá Eyjafirði, eign nokkura einstaklinga. Með stormi fórust tólf menn.

Gestur 20 tonna hákarlaskip frá Eyjafirði, eign Jóns Antonssonar bónda í Arnarnesi. Með Gesti fórust tíu menn.

Vigga frá Patreksfirði, eign Markúsar Snæbjörnssonar kaupmanns. Vigga var fremur lítil skúta, einsilgd, nokkuð gömul og ekki sterkbyggð. Vigga var gerð út handfæraveiðar þegar hún fórst og með henni tólf menn.

Þráinn lítil skúta frá Ísafirði, eign manna frá Skutulfirði. Þráinn var gerður út á handfæraveiðar þegar hann fórst að talið er undan Látrabjargi og með honum ellefu menn. Skipstjóri á Þránni var Bjarni Bjarnason frá Laugabóli í Arnarfirði.

(Bjarni skipstjóri var langa lang afi minn).


mbl.is LÍÚ segist vilja samvinnu um lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband