Leita í fréttum mbl.is

Arfavitlaus stjórn fiskveiða

sildarstulkur.jpg

Gæti verið að ástæðan fyrir sýkingu, undarlegri hegðun og dauða í síldarstofninum sé sá gengdarlausi sóðaskapur sem viðgengist hefur á síldarmiðunum sl, nokkur ár ?

Risavaxin flottrollsskip með fullvinnslu um borð hafa verið að ryðja sér til rúms með aukinni græðgisvæðingu í sjávarútvegi.

Undanfarin ár hefur síldinni verið skóflað upp í stórum stíl upp í fjöru við Grundarfjörð og víða.

Mörg skip hafa fengið mun meira magn en þau hafa ráðið við að taka um borð og oft á tíðum hefur mörg hundruð tonnum verið slept dauðum niður á veiðislóðina.

Fullvinnsluskipin eru gjörn á að liggja yfir og nálægt veiðislóð síldarinnar sólarhringum saman og smásíld, slóg, hausar og ýmis afskurður fer þá í hafið í þúsunda tonna tali.

Ekki er ósennilegt að þetta sé ástæðan fyrir ástandinu á síldarstofninum í kringum landið !

Eins vakna upp spurningar um hvers vegna síldin hefur þjappað sér á mjög svo óvenjuleg svæði inn í Grundarfirði og innan skerja við Stykkishólm.

Hvaða áhrif hafa hinir nýju öflugu fjölgeislamælar á síldartorfunar í bland við mörgþúsund hestafla vélbúnað síldarskipanna ?


mbl.is „Þetta er mjög undarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta finnst mér undarleg speki hjá þér Níels. Ertu til í að útskýra samhengið betur? Ég fæ engan botn í þetta. Ertu bara ekki þess sinnis að stóru útgerðunum sé allt illt að kenna? Hvað um eldgos og jarðskjálfta? Þú getur örugglega fundið eitthvað orsakasamhengi við útgerðirnar þar með þessum góða vilja sem þú sýnir. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2012 kl. 06:38

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta skýrir sig allt sjálft Jón Steinar ......

Jafn greindur og þú ert á þetta ekkert að þvælast fyrir þér.

Finnst þér ekki undarlegt að nánast allur síldastofn Íslands skuli rúmast fyrir innan brú í einum þröngum firði ?

Níels A. Ársælsson., 17.12.2012 kl. 08:45

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Níels. Það hlýtur öllu siðferðislega réttlátt hugsandi fólki að vera orðið ljóst, að stjórn fiskveiða er arfavitlaus og vanþróuð, bæði hér á landi og í ESB. Enda er sami siðspillti hringborðs-klíkuklúbburinn sem stjórnar bæði hér og þar.

Því miður er enn til fólk hér á landi og í Evrópu, sem trúir því að íslenska fisveiðistjórnunar-kerfið sé það besta í allri Evrópu :(

Það er ótrúlegt að fullorðið fólk skuli ekki fá heildarmyndar-fræðslu í skólum nútímans. Afleiðingarnar af vanrækslu nútíma menntunar, eru vanþróun/vanhæfni sérfræðinnar í heildarmyndar-þekkingu.

Ég kann ekki að orða þetta öðruvísi.

Ég virði sérfræðin hver fyrir sig. En það má ekki láta sérfræðinga í einu fagi stjórna heildarmyndinni með þeim hætti, að þeir séu taldir alvitrir á öll hin ólíku fræðin. Þannig er fyrirkomulagið á fiskveiðistjórnuninni í dag, með hörmulegum afleiðingum fyrir allt og alla. 

Sérfræðingar sjá ekki heildarmyndina, heldur bara eina fræðihlið, sem er alveg ótengd heildar-fræðimyndinni.

Það er auðvelt að blekkja þá sem aldrei hafa komið nálægt vinnunni í grasrótinni (hafrótinu). Hafrannsókn gagnast ekkert fyrir heildarmyndina í ábyrgri og raunhæfri nýtingu á sjávarauðlindunum. Hafró-starfið snýst um líffræði, eftir því sem ég hef komist næst.

Veðurfars-breytingar ásamt öðrum umhverfis-áhrifum, t.d. frá breytilegri stöðu himintunglanna á sjávarlífríkið, eru ekki inni á sérfræðisviði Hafró.

Það verður auðvelt að tortíma öllu lífi á jörðinni með sömu áframhaldandi samhengislausu og einhæfu sérfræðistjórnunni. Þetta nútíma síldar-ævintýri á vesturlandi er gott dæmi um það. 

Þú leiðréttir mig ef ég hef rangt fyrir mér. Þú ert líklega nær grasrótinni og hafrótinni, heldur en ég. Þetta fór bara í gegnum hugann og ég ákvað að setja hugsanir hér á þína síðu, ef þær skyldu geta komið að einhverju gagn í umræðunni.   

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.12.2012 kl. 09:36

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk fyrir þetta Anna Sigríður.

Ég er sammála öllu sem þú segir hér að ofan. Þetta er mjög skarplega athugað hjá þér. 

Níels A. Ársælsson., 17.12.2012 kl. 09:55

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu nú Níels minn: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/18/sjor_i_breidafirdi_var_um_frostmark/

Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2012 kl. 13:16

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jón Steinar.

Þetta segir ákkúrat ekki neitt.

Á myndum sem sýndar voru í sjónvarpinu í gær sem kafari tók neðansjávar í Kolgrafafirði sást að það var ekki eingöngu síld sem var dauð á botninum í firðinum.

Þarna var dauð rauðspretta og ýmsir aðrir fiskar sem þola mjög mikinn kulda og sumir hverjir langt undir frostmark.

Gæti allt eins verið um eitrun að ræða.

Ef svo er, þá er það spurning hvaðan sú eitrun kom ?

Níels A. Ársælsson., 18.12.2012 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband