Leita í fréttum mbl.is

Stórlúða grandar fiskibát

stórlúða

Sá furðulegi atburður átti sér stað undan Snæfellsjökli árið 1838 að stórlúða grandaði fiskibáti.

Sex manna áhöfn var um borð í bátnum sem réri til fiskjar frá Hellnum undir Jökli. Lágu þeir fyrir stjóra er einn hásetinn setti í drátt svo stóran, að hann gat ekki með nokkru móti hreyft hann úr stað. Skyndilega létti svo á færinu að naumast hafðist undan að draga slakann.

Áður en varði kastaðist upp úr sjónum feikna stór lúða og inn í bátinn stjórborðsmegin, yfir hann og út úr honum bakborðsmegin. Við þessi ósköp hvoldi bátnum og drukknuðu við það fjórir menn, en tveir komust á kjöl.

Var mönnunum tveimur bjargað um borð í annan bát sem þar var nærri. Daginn eftir var bátsins vitjað og var hann þá enn fastur við stjórann og lúðan dauð á önglinum. Elstu menn höfðu aldrei séð aðra eins lúðu og var henni skipt upp á milli fátæklinga undir Jökli. 


mbl.is „Allt í einu er rifið í stöngina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Steinn Guðmundsson

Takk fyrir þetta Níels, mögnuð frásögn þótt stutt sé. -Atli

Atli Steinn Guðmundsson, 21.7.2019 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband