Leita í fréttum mbl.is

Þeir sem erfa skulu land

Tálknfiskir drengir í veiðiham 001

Fiskimenn framtíðarinnar ? Nei ég held varla miðað við núverandi kvótakerfi og ofboðslegar skuldir útgerðarinnar, þá get ég ekki ímyndað mér að þessir drengir hafi áhuga á að láta bjóða sér slíka ósvífni og kúgun af hálfu LÍÚ og ríkisvaldsins.

Í þessum föngulega hópi drengja eru tveir af sonum mínum, sá lengst til vinstri er Egill en sá lengst til hægri er Styrmir. Hinir talið frá vinstri eru, Natan Kolbeinsson (afkomandi Gísla Konráðssonar), Gunnar Smári Jóhannsson og Haraldur Jónsson.

Þeir voru að veiða strákarnir á bryggjunni á Tálknafirði áðan í veðurblíðunni. Ég á þá ósk heitasta þeim til handa að þeir verði aldrei fórnarlömb kvótakerfisins með því móti að verða hneptir í ánauð og þrældóm rotnasta fiskveiðistjórnunarkerfis veraldar.

Ísland þúsund ár !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk.

Níels A. Ársælsson., 29.6.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna hittirðu naglann á höfuðið.  Er Natan sonur Kolbein Péturssonar?

Jóhann Elíasson, 29.6.2007 kl. 17:33

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já, Jóhann, myndar strákur sem fermdist í vor.

Níels A. Ársælsson., 29.6.2007 kl. 18:35

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk fyrir Birgitta.

Níels A. Ársælsson., 30.6.2007 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband