Leita í fréttum mbl.is

1200 ára gamlar fréttir

utlaginnÞessi frétt kemur ekki nokkrum manni á suðurfjörðum Vestfjarða neitt á óvart !

Svona hefur það verið síðan land byggðist, nema hvað forfeður okkar höfðu vit á því að fara sjóleiðina á milli fjarða.

Samgöngum á sjó né í lofti er ekki að heilsa árið 2007 á milli suðurfjarða og norðurfjarða Vestfjarða og standa Vestfirðingar í sömu sporum og Gísli Súrson forðum daga.

Hvað ætli fólki þætti ef leiðin á milli Keflavíkur og Reykjavíkur væri ófær stóran hluta af árinu ?


mbl.is Ófært á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð var auðvitað miklu mikilvægara að grafa Héðinsfjarðagöngin.

mbk

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 1.11.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Látið nú ekki svona. Eins og einn ágætur Sjálfstæðismaður á Ísafirði benti á í aðdraganda alþingiskosninga, þá er hvort sem er svo lítið samband á milli þessara svæða og þar að auki unglingarnir þarna suður frá hættir að koma í Menntaskólann á Ísafirði.

Hvernig skyldi annars standa á því?

Ársæll Níelsson, 1.11.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband