Leita í fréttum mbl.is

Hörmungar af manna völdum

Ofbeldisfullar veiðar á loðnu undanfarin 15 ár eru höfuðorsök fyrir hruni þorskstofnsins við Ísland en ekki veiðar sjómanna.

Það sama og gerðist við Kanada og Nýfundnaland. Þorskstofninn svalt í hel ! En áður hafði hann étið undan sér nýliðunina árum saman.

Rækjustofnanir voru étnir upp af banhungruðum þorski og hörpudiskurinn, sjá link;  (http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/186687/) hrundi með þorskinum vegna fæðuskorts sem orsakaðist af gengdarlausu drápi á loðnu.

Sjómenn vita þetta bezt ! 

Vísindamenn Hafró kalla saman ráðstefnur til þess eins að þagga bullið niður og þóknast LÍÚ og stjórnmálaöflum sem reyna að verja vitlausasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi út yfir gröf og dauða !

 


mbl.is Getum náð þorskstofninum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Áhugavert - að taka lífríki sjávar sem heild en ekki sem fullt af einstökum tegundum.  Ætli það verði einhverntíma vinsælt? 

Ásgrímur Hartmannsson, 26.1.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það á að banna loðnuveiðar a.m.k. í eitt ár og sjá til hvaða áhrif það hefur.  Þetta er t.d. gert í Barentshafi og er þorstofninn þar einn sá sterkasti í heimi, þótt alltaf sé veitt það miklu meira er ráðlagt hefur verið og útgefnir aflakvótar segja til um.

Jakob Falur Kristinsson, 27.1.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það ætti að banna allar loðnuveiðar a.m.k. í eitt ár og sjá til hvað skeður.  Loðnuveiðar eru bannaðar í Barentshafi og þrátt fyrir að alltaf sé veitt það miklu meira en rálagt hefur verið og útgefnir aflakvótar segja til um er sá þorskstofn sá sterkasti í heimi og stækkar stöðugt.

Jakob Falur Kristinsson, 27.1.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband