Leita í fréttum mbl.is

Baron - Munchausen

baron-munchausen

Þessum fyrnum og ósköpum heldur Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra fram þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd að 30 til 50 þúsund tonnum af bolfiski sé kastað í sjóinn á hverju ári við Ísland.

Þessu heldur ráðherrann fram þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hafi fyrir tæpu ári síðan úrskurðað kvótakerfið íslenzka ólöglegt þar sem það briti mannréttindi á sjómönnum og væri með öllu ósanngjarnt.

Þessu heldur ráðherrann fram þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd að íslenzk flottroll-skip LÍÚ drepi þúsundir tonna af bolfiski sem meðafla og bræði í lýsi og mjöl í skepnufóður.

Þessu heldur ráðherran fram þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd að kvótakerfið íslenzka sé undirrót af útrásinni sem nú hefur gert Ísland gjaldþrota.

Þessu heldur ráðherrann fram þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd að kvótakerfið íslenzka sé búið að stórskaða nær alla fiskistofna við Ísland og rústa flestum sjávarbyggðum landsins.

Þessu heldur ráðherrann fram þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd að þúsundir Vestfirðinga hafi flúið frá verðlausum heimilum sínum síðustu 25 árinn.

Þessu heldur ráðherrann fram þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd að íslenzk útgerð skuldar 12 x það sem hún getur nokkru sinni borið og er í raun nánast öll gjörsamlega gjaldþrota.


mbl.is Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hvað ertu að segja Hafþór er engin veiði?

Hallgrímur Guðmundsson, 23.10.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband