Leita í fréttum mbl.is

Sturlungar vorra tíma

sturlungar

Nú er ekki lengur reiknað eftir því, hversu mörgum var banað í einu höggi. Nú skoða ég mína samvisku og mína samtíð í þeim skugga sem ég stend í eftir rúmlega tuttugu ára tímabil kvótakerfis í fiskveiðum og bilaðri ráðgjöf fiskifræðinga. Ég sé þar lesti en kosti fáa, ástríður og syndir nútíðar í fornaldar gerfi.  

Hjörtu okkar eru furðu lík í dag og á þeirri þrettándu þegar Sturlungar óðu uppi með báli og brandi um allar sveitir landsins og blóðið lak í straumum, hver höndin upp á móti annari, ástríðurnar æstar og taumlausar, bölvun styrjaldar var steypt yfir okkar land, innlendir smákóngar og héraðshöfðingjar bárust á banaspjótum. 

Erlendur konungur hafði öll tögl og haldir á Sturlungum og sat um að ná af þjóðinni dýrmætustu sameign þeirra , frelsi og sjálfstæði landsins. Sjálfstæði Íslands fór þar fyrir lítið, kyrkt í vélráðum, kæft í blóði. Sturlungaöld var ein sú mesta ógæfuöld sem á Íslenska þjóð hefur dunið, en það nöturlegasta er, sú staðreynd að þetta voru sjálfskaparvíti og landsmenn sinnar eigin ógæfusmiðir. 

Það er margt sérkennilega líkt með Sturlungaöldinni og því tímabili sem liðið er eftir að kvótakerfið hélt innreið sína í Íslenskan sjávarútveg. Nú eru það ekki Sturlungar frá þrettándu öld sem ríða um sveitir og héruð Íslands með vopnaskaki og manndrápum heldur sjálf skipaðir Sturlungar auðvaldsins með tilstyrk meirihluta Alþingis Íslendinga sem situr í skjóli hæpins meirihluta þjóðarinnar.


mbl.is Útgerðir töpuðu á gengisvörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Æ, það er ekkert einleikið þessa dagana.

Sigurbrandur Jakobsson, 31.10.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk minn kæri

miðbæjaríhaldið

fyrum Tálknafjarðaríhald

Bjarni Kjartansson, 1.11.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband