Leita í fréttum mbl.is

Ríkistjórn Íslands ætti að afnema ákvæði laga nr. 116/2006 og 79/1997 og leggja Fiskistofu niður

Það er engin hemja að menn séu dæmdir fyrir jafn auðvirðilega smámuni. Slíkir dómar á okkar tímum eru svífyrðilegir í ljósi þeirra smámuna sem dæmt er fyrir.

Fiskistofa kærir þessa blessuðu saklausu sjómenn sem gerðu nákvæmlega ekkert af sér annað en að reyna að afla fjölskyldum sínum farborða.

Þessi lög eru arfleið frá valdatíma Sjálfstæðis og Framsóknarflokksins líkt og mörg lög sem ógnarstjórnir ýmisa landa hafa sett á sinni valdatíð en hafa síðan verið afnumin af nýjum stjórnvöldum.

Lög þessi voru sett til höfuðs andstæðingum kvótakerfisins og hafa þau svo sannarlega náð tilgangi sínum sem var að útrýma öllum útgerðum og einstaklingum sem voguðu sér að gagnrýna kerfið.

Passað var upp á að gera andmælendur að leiguliðum kvótaþrælkunar LÍÚ og Fiskistofa hafði það eitt hlutverk að hundelta hinar minnstu yfirsjónir til að koma mönnum í gálgann eins og umræddur dómur sýnir svo ekki verður um deilt.

En Fiskistofa horfir með velþóknun á brottkast, framhjálandanir, tegundasvindl og meðafla í bolfisk hjá flottrollsskipum LÍÚ.

Nýjasta dæmið er hérna; http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456510/2009/02/02/12/


mbl.is Dæmdir fyrir veiðar án kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Og hér er hlekkur inn á þessa löndun hjá skipinu.

Ekki tókst þeim að telja bolfiskinn sem klárlega sést í lestinni, þeir voru samt ekki í vandræðum með að telja nákvæmlega síld og spærling sem meðalafla.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.2.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Einmitt Halli.

Hér kemur bréf fyrir neðan sem Þórður Fiskistofustjóri sendi mé í morgun vegna athugasemda sem ég gerði við stofnuninna.

Sæll Níels,
Gulldepluveiðar eru stundaðar á grundvelli tilraunaveiðileyfa sem
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gefur út. Frá 1. febrúar hefur þeim
sem slík leyfi fá verið skylt að hafa ristar um borð sem skilja bolfisk frá
hinni smávöxnu gulldeplu. Þessar tilraunaveiðar eru undir nákvæmu eftirliti
Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu og m.a. eru eftirlitsmenn um borð í
veiðiskipum eftir því sem tök eru á og er heimilt að innheimta kostnað þess
vegna hjá viðkomandi útgerð. Tekin eru sýni úr öllum förmum samkvæmt
sérstökum reglum sem um slíkt gilda og smærri meðafli sem ekki hefur
skilist frá við ristarnar þannig staðreyndur. Allur þessi meðafli er síðan
skráður til kvóta á viðkomandi skip. Niðurstöður mælinga og annarra
upplýsinga sem fást úr því mikla eftirliti sem er með þessum tilraunaveiðum
verða hluti af grundvelli ákvarðana um áframhald og framtíð þessarra veiða
en það er samdóma álit Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu að ekki sé
ástæða til að leggja til að svo stöddu að ráðyneytið stöðvi þessar veiðar
vegna meðafla.
Þórður Ásgeirsson
Fiskistofustjóri

Níels A. Ársælsson., 5.2.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband