Leita í fréttum mbl.is

Upphafið á fylgishruni VG og Samfylkingar

Ef þessi orð Steingríms J. Sigfússonar eru rétt eftir honum höfð þá er næsta víst að fylgi Vinstri-grænna og Samfylkingar hrynur fram að kosningum með þeim afleiðingum að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda næstu ríkistjórn.
mbl.is Kvótakerfi ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Þessi orð Steingríms eru nákvæmlega í takt við það sem allir ættu að vita. Ef hann verður í bílstjórasætinu í þessu máli þá sitjum við uppi með þetta ömurlega kvótakerfi það sem eftir er. Hins vegar er hann ekki einn í VG. Þetta mál mun verða mjög hátt á forgangslista Samfylkingarinnar í næstu ríkisstjórnarviðræðum og því er mikilvægt að við verðum í sterkri stöðu að afloknum kosningum. Ég vona allavega að þeir sem vilja breytingar á kvótakerfinu kjósi ekki VG, þó ég voni að þeir muni hafa góðan styrk að afloknum kosningum. Þeir sem vilja breytingar á kvótakerfinu ættu að kjósa Samfylkinguna. Það er síðasta von okkar til þess að kerfinu verði breytt. Og því mun verða breytt ef við fáum til þess styrk.

Þórður Már Jónsson, 17.4.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er rosaleg yfirlýsing hjá Steingrími J.

Sigurjón Þórðarson, 17.4.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já strákar.

Afleiðingar þessarar yfirlýsingar mun strax gæta í næstu skoðunarkönnun.

Það er engu líkara en maðurinn hafi dottið á höfuðið og skaddast á heila.

Fylgi VG mun hrynja um helming fram að kosningum og Samfylkingin fær líka að kenna á því.

Gæti best trúað að Steingrímur gæli við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki.

Stóll forsætisráðherra heillar Steingrím.

Níels A. Ársælsson., 17.4.2009 kl. 12:27

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér sýnist að kjósendur hafi í hendi sér, mjög einfalt svar við þessu, en það er það að kjósa Frjálslynda flokkinn, einfaldara og skynsamlegra getur það varla verið.

Tryggvi Helgason, 17.4.2009 kl. 16:16

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Tryggvi.

Frjálslyndiflokkurinn hefur því miður ekkert fylgi.

Níels A. Ársælsson., 17.4.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband