Leita í fréttum mbl.is

Rekaviður við Ísland

rekaviður í furufirði

Rekaviður hefur alltaf verið mikill við Ísland en þó mismunandi milli ára.  Í þessu trjálausa landi var rekaviðurinn mikil búbót og bjargaði íbúum landsins frá hörmungum í gegnum aldirnar. 

Viðurinn var nýttur til margra þarfa td, til húsa, báta og húsgagnasmíði, askar, ker og kirnur voru smíðaðar og gert var til kola til upphitunar og í eldsmiðjur til smíða á járni, svo fátt eitt sé nefnt. 

selárdalur

Á Vestfjörðum þar sem flestar galdrabrennur fóru fram var notaður rekaviður í brennurnar. 

Eignarhald á öllum sjávarreka takmarkaðist við jarðir og leiguskilmála og menn komu sér upp merkjum til að merkja drumba.

Rekaviður sem legið hefur lengi í sjó er orðinn gegndrepa af salti og grjótharður, þannig að ending hans er mjög mikil eins og elstu byggingar landsins eru vitni um.

russia

Fyrir norðurlandi rekur viðinn aðallega frá stórfljótum Síberíu þar sem yfirborðsstraumar bera hann til hafs þar til hann nær hafísnum og rekur með honum umhverfis Norðurpólinn á nokkrum árum og losnar svo frá ísnum og rekur til Íslands.

Trén eru aðallega fura, lerki og nokkuð af greni og ösp en mikið af viðnum sekkur til botns áður en hann nær til Íslands. 

Menn telja trén reka allt að eitt þúsund kílómetra á ári með hafstraumnum.

Rekaviður í garði á Vestfjörðum

Á rekajörðum eru fjörur oft hvítar af trjábolum og eru elstu trén allt að 500 ára gömul.

Áður fyrr á öldum rak töluvert sunnanlands en mikið dró úr honum eftir að Ameríka hóf að byggjast, en eitthvað berst enn með golfstraumnum frá fljótunum ósa við Mexíkóflóa. 

Vestan og austanlands er eitthvað um rekavið en hvergi í sama mæli og á Norðurströndinni.


mbl.is Hvenær getum við farið að nýta þessa skóga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Frábær pistill, takk fyrir hann.

Heimir Tómasson, 26.4.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Heimildalistann vantaði hjá Níels. Hér er hann:

http://www.nat.is/travelguideeng/plofin_driftwood.htm

Hætt er við að draga muni úr reka við Íslands strendur á næstu árum og áratugum, af völdum hnattrænnar hlýnunar. Minna af rekavið mun festast í lagnaðarís undan norðurströnd Síberíu, um leið og sá lagnaðarís hverfur að miklu leyti. Með því mun stærri hluti rekaviðarins sökkva til botns í Norður-Íshafi áður hann nær að berast til stranda Íslands.

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 27.4.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk fyrir sömuleiðis Heimir.

Aðalsteinn. Fyrirgefðu mistökin og takk fyrir að bæta úr heimildaskránni fyrir mig.

Takk líka fyrir fræðandi viðbót en ég hafði lítið leitt hugan að afleiðingum hlýnunar á þessi miklu hlunnindi okkar.

Ég hef líka heyrt að rússar séu farnir að vanda sig mun betur í fleytingunum á trjábolum niður fljótin svo mun minna sleppi fram hjá þeim.

Áhugavert.

Níels A. Ársælsson., 28.4.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband