Leita í fréttum mbl.is

Réttlætinu fullnægt

lúðan mín

Einhvern tíma í gamla daga var sjómannaafslætti komið á til að liðka fyrir kjarasamningum við útvegsmenn sem þoldu ekki að eigin sögn launahækkanir.

Það er mjög ranglátt að krefja skattgreiðendur um uppbót á laun til einnar stéttar.

Því er réttur tími núna til að vísa þessu máli alfarið til útvegsmanna.

Skoðum alla þá ríkisstyrki sem útgerðin fær.

1. September ár hvert fá (sér valdir) útgerðarmenn úthlutað ókeypis frá ríkinu ca. 400 þúsund þorskígildistonnum sem er ríkisstyrkur að verðmæti 40-60 milljarðar á ári.

2. Útgerðarmenn borga engan virðisaukaskatt af neinum fjárfestingum og aðföngum.

3. Útgerðarmenn draga 30% af brúttóverði afla áður en kemur til skipta fyrir sjómenn (svo kallað olíuverðshlutfall) sem þýðir á ársgrundvelli að sjómenn borga hvern og einn einasta olíudropa sem keyptur er á LÍÚ skipin og gott betur en það.

4. Útgerðin greiðir 50% lægra olíuverð til skipa sinna en almenningur á bifreiðar og til húshitunar.

5. Útgerðarmenn knúðu fram með ofbeldi og nauðung lög (með fullthingi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks) um Verðlagsstofu skiptaverðs sem gefur útgerðinni 50-70 % afslátt af fiskverði til sjomanna hjá þeim útgerðum sem landa í eigin vinnslu.

hér fá allir jafnt en ekki bara sumir

Verðlagsstofa skiptaverðs leiðir til eftirfarandi.

a. Flestar hafnir landsins verða fyrir 50-70% tekjuminkun.

b. Sveitarfélögin verða af gríðarlegum upphæðum fyrir ranglega reiknað útsvar.

c. Lífeyrissjóðir verða af miklum framlögum og sjómenn samsvarandi skerðingu á réttindum.

d. Stéttarfélög eru svikin um framlög í stórum stíl með tilheyrandi skerðingu á sjúkra og orlofssjóði sjómanna.

e. Ríkissjóður hlunnfarinn um marga miljarða á ári í staðgreiðslu af launum sjómanna.


mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Um fyrstu málsgreinina: Afslættinum var EKKI komið á, upphaflega, til að liðka fyrir kjarasamningum, þótt hann hafi blandast inn í þá síðar.

Ég setti saman blogg í fyrradag um sögu afsláttarins frá 1954 til dagsins í dag og má sjá fróðleikinn hér.

Haraldur Hansson, 27.11.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Haraldur og takk fyrir þetta glæsilega blogg þitt sem þú vísar á.

Níels A. Ársælsson., 27.11.2009 kl. 00:37

3 Smámynd: Lýður Árnason

Aðmírállinn hefur að vanda nokkuð til síns máls, sjómannaafsláttur er góður eldiviður í arinn útgerðarinnar sem getur notað fríðindin til að brenna niður launakostnað sinn.

Afhverju bertu ekki búinn að hafa samband og staðfesta kaup þín á hlut í nýju kvikmyndinni?  Viltu að ég taki af þér vítamínið?

Kveðja,

LÁ 

Lýður Árnason, 27.11.2009 kl. 03:09

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

djöfulsins lygari ertu Nilli og þú veist það. kvóti er settur á hverju ári sem hámark. honum er ekki úthlutað á hverju ári. það er bara lýgi í þér og ekkert annað.

kvótinn skiptist síðan niður á báta eftir aflamarki og prósentum sem hver bátur hefur af heildar kvóta. 

heildar kvótinn í tonnum er ríkisákvörðun og er ekki útdeilt. honum var útdeilt þegar kvótakerfinu var komið á fyrir 26 árum. 

þannig þú ert í þessu máli bara að ljúga eins og oft áður. því þú ert svektur yfir því að fá ekki ókeypis endurúthlutun í dag á kostnað annara fyrirtækja og þeirra sjómanna sem hjá þeim vinna. 

Fannar frá Rifi, 27.11.2009 kl. 06:28

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fannar.

Þetta stendur allt skrifað í lögum nr. 38 15. maí 1990. um stjórn fiskveiða svo þá hljóta lögin að ljúga.

Níels A. Ársælsson., 27.11.2009 kl. 09:08

6 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Fannar. það get ég sagt þér að sú staðreynd að "sumir" útgerðarmenn fái úthlutaðan þennan gjafakvóta, en ekki allir, það er glæpur að mínu mati og brot á stjórnarskrárbundnum rétti hvers íslendings þar sem segir í jafnræðisreglu að eitt skuli yfir alla ganga.

Ég þekki hvorki þig né Nilla, en get sagt að kjafthátturinn í þér er hvorki þér né sjómannastéttinni til framdráttar.

Ég er svo sem ekki hissa á því að þú svekkir þig út í þá sem þola ekki kvótann þar sem á blogsíðu þinni dásamar þú SjálfstæðisFLokkinn, eina flokkinn sem raunverulega ábyrgð ber á kreppunni og því hvernig fyrir íslensku þjóðinni er komið í dag.

Það byrjaði allt með sölu (gjöf) á SR mjöli, svo með því að gefa Haraldi í Andra áburðarverksmiðjuna og svo koll af kolli. Hendur SjálfstæðisFLokksins eru blóði drifnar og allra þeirra meðlima. Blóði sem jafnaðarmenn eru nú að berjast við að þrífa upp eftir ykkur.

Ég kaus Frjálslynda Flokkinn og mun styðja þann flokk til endurreysnar, bara til að koma þessu hálfvitalega kvótakerfi frá sem kumpánar Framsóknar og SjálfstæðisFLokksins neyddu upp á þjóðina til að gera örfáa einstaklinga að auðkýfingum á kostnað heilu bæjarfélaganna.

Gættu orða þinna. Ég er búinn að senda inn kvörtun vegna bölvana þínna á blog.is þar sem ég fer fram á að þér verði refsað eða þú bannaður.

Baldur Sigurðarson, 27.11.2009 kl. 09:18

7 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Jæja félagar er ekki allt í góðu

Ég er tilbúinn að skrifa uppá afnám sjómannaafslattar ef allar, allar aðrar stéttir lækka sín laun um sömu prósentu og sjómannaafslátturinn lækkar laun sjómanna. Ef svo er ekki þá krefjumst við dagpeninga frá útgerðinni.

Valmundur Valmundsson, 27.11.2009 kl. 10:06

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Útgerðin á að greiða sjómönnum þetta.

Níels A. Ársælsson., 27.11.2009 kl. 10:14

9 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Ég er reyndar ekki sammála því. Ég vil meina að það sé í fínu lagi að sjómenn fái sárabætur frá ríkinu í formi hærri persónufrádráttar. Þetta er mjög erfið vinna og maður er oft langdvölum á sjó og sér ekki börnin sín.

Ef ríkið getur borgað lögreglumönnum fatapeninga sem þeir geta notað til kaupa á persónulegum fatnaði, þá er ekkert að því að halda þessu kerfi.

Sjómannaafslátturinn var mun meiri og hefur minnkað í tímans rás. Það á hins vegar að koma í veg fyrir að sjómenn þurfi að greiða fyrir matinn sinn um borð. Það á útgerðin að borga.

Baldur Sigurðarson, 27.11.2009 kl. 13:21

10 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Valmundur.

Látum útgerðirnar borga sjómannaafslátinn.

Það er nú ekki til of mikils mælst þegar þið sjómenn gefið þeim 30% beint af öllum afla til að borga olíuna með.

Þetta þurfa þeir með þessir vesalingar þrátt fyrir að Verðlagsstofa skiptaverðs gefi þeim að auki 50-70% afslátt af fiskverðinu og ríkisjóður 50% af olíuverðinu.

Níels A. Ársælsson., 27.11.2009 kl. 16:54

11 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Ég endurtek ef aðrir vilja ekki taka á sig sömu tekjuskerðingu og við. þá skal útgerðin borga. 30% frá skiptum er arfur fortíðar og kannski kominn tími til að breyta því. Það styttist í nýja samninga og þá verður örugglega tekist hart þá um þessi mál öll.

Í sambandi við olíuverð til fiskiskipa þá má segja þó skrítið sé að útgerðin skuldar of mikið til að taka á sig meiri álögur. Nota bene, eins og heimilin í landinu!!!

Valmundur Valmundsson, 27.11.2009 kl. 21:02

12 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Var ekki einhver Vinalus frá Rifi sem kom því í gegn að Sjómenn borguðu 10 Prósent næstu 7 árin meðan skipið er nýtt. Sjómenn hafa kallað þetta húsaleigunna. 

Sölvi Arnar Arnórsson, 27.11.2009 kl. 23:44

13 Smámynd: a

jú sölvi og einnig var frystiálag lækkað úr 10% í 7% og aflagt á uppsjávar frystiskipum.

sjómenn eru eina stéttin sem ég veit um sem hefur samið um launalækkun.

þessar launalækkanir voru gerðar til þess að "koma til móts við það að útgerðirnar væru að ÞURFA að borga á móti í séreignarsparnaði" svo best ég veit til,

a, 28.11.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband