Stapahlíðar - Krossadalur

Hér er horft eftir Stapahlíðinni. Fjallið Skjöldur nær og Kálfadalsfjall fjær. Staurinn fyrir miðri myndinni er ryðgað band úr togaranum Pamelu H-283, frá Hull sem strandaði við Krossadal í janúar 1915. Nánar hér: 18.janúar strandaði breski togarinn Pamela frá Hull skammt frá landi við krossadal í tálknafirði. Veður var þá vont og brim við ströndina. Mönnunum heppnaðist að komast í land kvöldið eftir að togarinn strandaði, en þá um nóttina herti enn veður og brim á strandstað og brotnaði þá togarinn svo mikið að sýnt þótti að honum yrði ekki bjargað. Skipbrotsmennirnir af Pamelu voru fluttir til Tálknafjarðar; þar komust þeir um borð í breska togarann Lord Lister er flutti þá utan.

Ljósmyndari: Sigurlaug Guðmundsdóttir. | Staður: Tálknafjörður | Tekin: 1.9.1990 | Bætt í albúm: 11.5.2013

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband