Leita í fréttum mbl.is

Rétt greining hjá Styrmi Gunnarssyni

kúgaðir þrælar líú

"Styrmir segir, að peningarnir hafi náð völdum á Íslandi og upphafið að því megi rekja til þess að sett voru lög um fiskveiðikvóta á níunda áratug síðustu aldar. Þegar heimilað var að eiga viðskipti með veiðikvóta hafi orðið til kvótakóngar, rík yfirstétt á Íslandi". 

Þetta eru orð Styrmis Gunnarssonar fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins.


mbl.is Ísland eitt og yfirgefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ég er sammála því að lögin um frjálsa framsalið var upphafið að falli Íslands. Ekki endilega kvótalögin sem slík.

Landfari, 10.1.2010 kl. 13:14

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað segir spekingurinn Hannes Hólmstein við þessu "bankahrunaundri"? Nú getur hann haldið fyrirlestur um það í Háskólanum...

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 17:07

3 Smámynd: Lýður Árnason

Forsetinn hefur galopnað hlerann og búast má við miklu ruggi.  Strax farin að sjást hræðslumerki -á Sjöllunum, Kristján Júlíusson vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu og talaði út úr munni Samherja þess efnis, sjáandi að kvótinn verði næstur í þjóðadóm.

LÁ 

Lýður Árnason, 11.1.2010 kl. 03:10

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

En hverjir innleiddu frjálst framsal á aflaheimildum. ? Það var nú reyndar Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag,Alþýðuflokkur og Borgaraflokkur. Sjálfstæðisflokkur var í stjórnarandstöðu árið 1990 þegar þessi lög voru samþykkt. Eftir það tóku margir útgerðarmenn óhemjulega mikið fjármagn út úr greininni. Við náum ekki til þeirra með því að taka aflaheimildir frá þeim sem eru í útgerð núna.

Ragnar Gunnlaugsson, 12.1.2010 kl. 16:10

5 Smámynd: Landfari

Ragnar, ef okkur tveim hefði verið úthlutaður allur kvótinn, segum 100 tonn,  50 tonn hvorum og ég sel þér 45 tonn af mínum kvóta en kaup svo af þér aftur 45 tonn þá haf 90 tonn eða 90% af kvótanum gengið kaupum og sölum.

Heldur þú þá ekki að Niels, Óskari og Lýð þæti það ekki mjög ósanngjarnt ef þessi kvótaskerðing kemst á og kvótin okkar, sem við nota bene höfum keyp að langstærstum hluta og fengið lán fyrir kaupunm verði smátt og smátt af okkur tekinn en við sitjum uppi með skuldirnar.

Landfari, 12.1.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband