Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Þjófar handsamaðir í sjávarþorpi vestur á fjörðum

Frétt og ekki frétt:

Lögreglan segir, að þjófarnir hafi reynt að malda í móinn en frásagnir þeirra hafi verið lítt trúverðugar, ekki síst í ljósi þess að öryggismyndavélar eru í umræddum skóla en upptakan af athæfi þjófanna var bæði skýr og greinileg og kom að mjög góðum notum við rannsókn málsins.

Ný frétt gæti litið svona út:

Lögreglumenn af svæðisstöðinni á Vestfjörðum handtóku tvo karlmenn á þrítugsaldri fyrir helgina en mennirnir höfðu stolið stærstum hluta aflaheimilda úr einu sjávarþorpinu. Lögreglan segir, að þjófarnir hafi reynt að malda í móinn en frásagnir þeirra hafi verið lítt trúverðugar.

Þjófnaðurinn telst að fullu upplýstur og verður málið sent til ríkislögreglustjóra til meðferðar.


mbl.is Þjófar handsamaðir í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarbyggðinnar brenna

Fréttavefur Morgunblaðsins greindi frá í gær. Þar segir að slökkviliðið hefði gjarnan viljað slökkva þennan eld en þegar menn hafi leyfi sýslumanns og lögin bak við sig þá geti slökkviliðið lítið gert nema kalla eftir breytingum á viðkomandi lögum.

Svona gæti ný frétt um sjávarbyggðinnar litið út:

Sjávarþorpin brennd með leyfi stjórnvalda, kallað eftir lagabreytingum

Fréttavefur nilli.blog.is greindi frá í gær. Þar segir að íbúarnir hefðu gjarnan viljað slökkva þennan eld en þegar LÍÚ hafi leyfi stjórnvalda og lögin bak við sig þá geti íbúarnir lítið gert nema kalla eftir breytingum á viðkomandi lögum.


mbl.is Sinueldar kveiktir með leyfi sýslumanns; kallað eftir lagabreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá brandari til að létta lund

Á hippatímabilinu svonefnda gaf karlkyns blómabarn einni vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf. Og þar sem þessi friðelskandi náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað "gleðileg jól" á aðra buxnaskálmina en "gleðilegt nýár" á hina.

Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:
Kæri Óli. Vertu velkominn á milli jóla og nýárs.

Þín Nína.


Færeyja annáll

Vit hava seinastu árini verið vælsignaði við stórum vøkstri og framburði í landi okkara. Alt hevur gingið við – góður fiskiskapur, høgir prísir, vøkstur og framburður á øllum økjum. Seinasta árið hevur ikki hilnast eins væl.

Vánaligur prísur á rækjum, laksi, hýsu og upsa eins og trupulleikar í alivinnuni hevur gjørt, at vit fyri fyrstu ferð seinastu sjey árini hava eina lítla niðurgongd í okkara búskapi.

Vit hava ein væl útbygdan fiskiflota og góð virkir á landi, og vit kunnu frøðast um, at væl hevur gingist hjá parti av fiskiflotanum í ár. Tó hava rækjuskipini havt tað sera tungt.

Vónandi fara prísirnir á rækjum, hýsu og upsa at hækka aftur, soleiðis at hesin parturin av flotanum fer at koma fyri seg í nýggja árinum.


Skiljanlega

Hér vantar upp á tekjur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar hátt í 500 milljónir króna samkvæmt lauslegum útreikningum mínum. Stafar þetta fyrst og fremst af lögunum um Verðlasstofu Skiptaverðs. Ríkissjóður og sveitarfélög um land allt verða af milljörðum króna í sköttum vegna handstýrðar verðmyndunar á sjávarafla í gegnum Verðlagsstofu Skiptaverðs. Sjómenn á fiskiskipum sem landa afla hjá eigin fiskvinnslu hafa í mörgum tilfellum 50% lægri laun heldur en sjómenn á skipum sem landa á markað. Engin verðmyndun er á afla smábáta og hafa þeir því frítt spil á hendi varðandi uppgjör til sjómanna.

Beini þeim tilmælum mínum til Halldórs Halldórssonar bæjastjóra að hann láti ransaka hversu miklum tekjum Ísafjarðarbær hefur orðið af síðan 2002 vegna setningar laga um Verðlagsstofu Skiptaverðs.


mbl.is Heildarrekstrartekjur Ísafjarðarbæjar 2.240 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenzkur grútarprammi í höfn í Bergen ?

Frétt eða ekki frétt !

Gæti hugsast að skýringin á ódauninum fylgi Íslenzkum grútarpramma frá Samherja hf, eða eitthverju álíka fyrirbæri ? Það er þekkt staðreynd að þegar góðfiskur, þorskur, ufsi, karfi og makríll (meðafli utan kvóta) blandast skítfiski sem veiddur er til bræðslu, þá verður gerjun og niðurbrot ensíma svo hröð að myndast ógurleg skítabrækja með hryllilegum dómsdagsdaun.

Málið er ekki upplýst, en verið er að ransaka ábendingar frá Íslandi. 


mbl.is Óútskýrð ólykt í Bergen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En kvótahundurinn ?

Svona gæti fréttin litið út: Kvótahundurinn Fisk nr, 23 sem er í eigu Fiskistofu, vann fyrir harðfiskinum sínum í nótt, þar sem hann var við þjálfun á Húsavík ásamt þjálfara sínum, Jóni Hreggviðssyni.

Fisk nr, 23 stóð að verki áhöfnina á Sæskuðinu ÞH-69, við umtalsverða löndun á svörtum fiski. Flytja þurfti lyftaramanninn á Héraðssjúkrahúsið á Aureyri til aðhlynningar en hann hlaut slæmt bit á kaf í hægri rasskin. Málið telst upplýst.

Svo mörg voru þau orð.

 


mbl.is Fíkniefnahundur fann hass í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Guð gæti drengsins

Leiddu mína litlu hendi 
ljúfi faðir þér ég sendi 
bæn frá mínu brjósti sjáðu 
blíði Jesú að mér gáðu.

mbl.is Fannst meðvitundarlaus í Sundlaug Kópavogs í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum út veiðileyfi á þetta hvalfriðunar lið

Það er mjög þjóðhagslega nauðsynlegt að skilgreina þessa djöfla sem landráðamenn og flokka þá sem óvini ríkisins líkt og gert er með eftirlýsta hryðjuverka og glæpamenn.
mbl.is Anthony Hopkins tekur þátt í herferð gegn hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýnasti maður í heimi fallhlífarlaus á leið til jarðar

Hvernig væri að komast í heimsmetabók Guinnes sem bjartsýnasti maður í heimi til dæmis með því að stökkva út úr flugvél fallhlífarlaus í 5 km hæð og taka sénsinn á því að fá lánaða fallhlíf á leiðinni niður ?

Þessu má líkja við Íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið. Að reyna að byggja upp fiskistofnana í markaðsdrifnu stjórnkerfi við fiskveiðar er ekki minni bjartsýni og óráðshjal heldur en að kasta sér út úr flugvél og vonast til að fá lánaða fallhlíf á leiðinni til jarðar.


mbl.is Klipping í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband