Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Sektir sem hvetja til brottkasts og framhjálöndunar

handfærabátar

Hér höfum við enn eitt dæmið um hversu galið það er að stjórna fiskveiðum með aflamarki.

Þeir sjómenn sem hafa brennt sig á þessu soðinu núna munu væntanlega ekki gera það aftur og alls ekki að gamni sínu heldur grípa til viðeigandi ráðstafana.

Þessari vitleysu með skömmtun á ígildum þorsks verður að linna og almennar takmarkannir látnar gilda í staðin, sbr. tímatakmarkanir, stærð báta og hámark á fjölda handfærarúlla.

Frændur okkar í Færeyjum kunna skil á þessu.


mbl.is Nærri 11 milljóna sekt fyrir ólögmætan afla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fauk kvótakerfi LÍÚ

Michael Ancher

Með lögfestingu kvótakerfisins var afnumin hina forna meginregla íslensks réttar um almannarétt til fiskveiða.

 

Með kvótakefinu, sem byggt er upp á veiðiheimildum ,,aflahlutdeild” sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutaðar til skipa og helst óbreyttar milli ára og sérstökum veiðileyfum ,,aflamarki eða ,,krókaaflamarki”  hafa heimildir til velflestra fiskveiða í atvinnuskyni orðið að afmörkuðum og framseljanlegum sérréttindum útgerðarmanna.

Ráða þeir því í raun í dag hvaða sjávarbyggðir eða -byggðalög lifa og dafna; hvar verðmæti eigna helst og hvar þær verða lítils eða einskis virði.

 

Michael_Ancher_-_En_Skagensfisker_siddende_i_en_jolle_-_1864-1928

Kvótakefið fær útgerðarmönnum þannig mikið og jafnframt ógnvænlegt vald; vald sem leitt hefur til fólksflutninga, eignaskerðinga og félagslegra hörmunga, eins og reyndar spáð var í umsögnum fulltrúa fiskvinnslunnar, þegar frumvarpið var í smíðum.

Í kjölfar dóms hæstaréttar í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu, sem kveðinn var upp í desember 1998 var sú breyting gerð að allir eigendur haffærra skipa geta fengið almennt veiðileyfi sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, eins og þeim var breytt með lögum nr. 1/1999.

 

Til að geta nýtt almennt veiðileyfi sitt og fá notið stjórnarskrár bundins atvinnufrelsis þurfa þeir útgerðamenn, sem fá eða geta fengið almennt veiðileyfi, að fá kvóta framseldan frá handhöfum hans.

En þeir, sem  hafa fengið þessum gæðum úthlutað frá stjórnvöldum mega  framselja kvótann tímabundið eða varanlega  kvóta frá þeim aðilum að nokkru eða öllu leyti.


mbl.is Veiðiheimildir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einokun og kúgun LÍÚ - meðvirkni samkeppniseftirlitsins

abcd

Innan vébanda Landsambands íslenskra útvegsmanna er rekin svokölluð kvótamiðlun LÍÚ.

Kvótamiðlun LÍÚ virðist hvorki hafa sérstakar samþykktir né heldur sjálfstæðan fjárhag, þó hún á hinn bóginn hafi sett sér gjaldskrá vegna kvótasölunnar.

Virðist kvótamiðlun LÍU því vera einhvers konar deild innan LÍÚ, sem annast miðlun kvóta fyrir félagsmenn sína.

Kvótamiðlun LÍÚ virðist vera einhvers konar samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans geta með samstilltum aðgerðum haldið uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta.

Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans geta þeir síðan nýtt í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.

Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er.

Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð.

Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti.

Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa.

Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta.


mbl.is Vilja að allar sjávarafurðir verði unnar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ valið bestu samtök heims

líú

Landssamband íslenskra útvegsmanna var í nýlegri könnun valið „bestu félagasamtök veraldar“.

Við sama tækifæri var hin umdeilda samningaleið valin „besta leið allra tíma“ um leið og fyrningarleiðin svokallaða var valin „fábjánalegasta della veraldarsögunnar“.

Könnunin var gerð á heimili Friðriks Arngrímssonar á svokölluðu Veiðimanns-spilakvöldi útgerðarmanna, og var svarhlutfall 90% – en einn gestanna skildi ekki spurningarnar.

Fengið að láni hjá Baggalúti


Alþjóðlegur förðunarfræðingur

Nú hefur fjórflokkurinn ráðið Árna Matth, sem alþjóðlegan förðunarmeistara í að fela stórfelda galla aflamarkskerfa.


mbl.is Árni ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri FAO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband